Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 18:03 Forsætisráðherrann Mette Frederiksen ásamt minkabóndanum Peter Hindbo. Hún segir málið þungbært fyrir alla, enda hafi margir misst lífsviðurværi sitt. EPA/Mads Nissen Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. Minkamálið hefur verið umtalað undanfarin mánuð og sagði einn ráðherra ríkisstjórnarinnar af sér eftir að hafa fyrirskipað að öllum minkum yrði lógað, án þess að hafa til þess lagaheimild. Minkarnir voru grafnir á tveimur stöðum í Jótlandi, annars vegar nærri Karup og hins vegar nærri Holstebro. Ríkisstjórnin hefur játað mistök í málinu en samkvæmt breska ríkisútvarpinu deila þingmenn nú um hvar sé best að grafa minkana, þar sem núverandi staðsetningar eru nærri baðstað og drykkjarvatnsuppsprettu. Frá minkabúi nærri Naestved í Danmörku.AP/Mads Claus Rasmussen Um sautján milljón minkar voru í Danmörku þegar afbrigðið fannst og hafði veiran greinst í yfir tvö hundruð minkabúum, en minkaiðnaðurinn í Danmörku er sá stærsti innan Evrópusambandsins. Margir loðdýrabændur misstu því lífsviðurværi sitt þegar dýrunum var lógað og var ljóst að ákvörðunin var forsætisráðherranum Mette Frederiksen þungbær. Brast hún í grát þegar fjölmiðlar leituðu viðbragða hennar eftir að minkunum var lógað. „Ég vona að minkabændur muni að þetta var ekki þeim að kenna. Þetta er ekki vegna þess að þeir hafa verið lélegir minkabændur, þvert á móti eru þeir heimsins bestu minkabændur. Þetta er út af kórónuveirunni,“ sagði Frederiksen. Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Írar fylgja í fótspor Dana Landbúnaðarráðherra Írlands hefur tilkynnt eigendum minkabúa í landinu að öllum minkum verði lógað til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. nóvember 2020 14:58 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
Minkamálið hefur verið umtalað undanfarin mánuð og sagði einn ráðherra ríkisstjórnarinnar af sér eftir að hafa fyrirskipað að öllum minkum yrði lógað, án þess að hafa til þess lagaheimild. Minkarnir voru grafnir á tveimur stöðum í Jótlandi, annars vegar nærri Karup og hins vegar nærri Holstebro. Ríkisstjórnin hefur játað mistök í málinu en samkvæmt breska ríkisútvarpinu deila þingmenn nú um hvar sé best að grafa minkana, þar sem núverandi staðsetningar eru nærri baðstað og drykkjarvatnsuppsprettu. Frá minkabúi nærri Naestved í Danmörku.AP/Mads Claus Rasmussen Um sautján milljón minkar voru í Danmörku þegar afbrigðið fannst og hafði veiran greinst í yfir tvö hundruð minkabúum, en minkaiðnaðurinn í Danmörku er sá stærsti innan Evrópusambandsins. Margir loðdýrabændur misstu því lífsviðurværi sitt þegar dýrunum var lógað og var ljóst að ákvörðunin var forsætisráðherranum Mette Frederiksen þungbær. Brast hún í grát þegar fjölmiðlar leituðu viðbragða hennar eftir að minkunum var lógað. „Ég vona að minkabændur muni að þetta var ekki þeim að kenna. Þetta er ekki vegna þess að þeir hafa verið lélegir minkabændur, þvert á móti eru þeir heimsins bestu minkabændur. Þetta er út af kórónuveirunni,“ sagði Frederiksen.
Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Írar fylgja í fótspor Dana Landbúnaðarráðherra Írlands hefur tilkynnt eigendum minkabúa í landinu að öllum minkum verði lógað til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. nóvember 2020 14:58 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47
Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17
Írar fylgja í fótspor Dana Landbúnaðarráðherra Írlands hefur tilkynnt eigendum minkabúa í landinu að öllum minkum verði lógað til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. nóvember 2020 14:58