Innlent

Einn smitaður og tuttugu í sóttkví á Vestfjörðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Haft er eftir Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, að um bakslag sé að ræða.
Haft er eftir Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, að um bakslag sé að ræða. Vísir/Egill

Einstaklingur frá Vestfjörðum sem ferðaðist til höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku hefur reynst smitaður af Covid-19. Sá fór aftur heim og eru nú tuttugu komnir í sóttkví vegna málsins. Flestir þeirra á norðanverðum Vestfjörðum en sex sunnan Dýrafjarðarganga.

Í færslu á Facebooksíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að búið sé að fullrekja smitið. Viðkomandi einstaklingur hafi passað sig mjög vel í Reykjavíkurferðinni en samt smitast.

Haft er eftir Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, að um bakslag sé að ræða þar sem engin smit hafi greinst á Vestfjörðum síðustu daga og örfáir séu í sóttkví.

Súsanna biður einnig alla Vestfirðinga um að fresta ferðum eins og hægt sé.

Eitt smit og tuttugu í sóttkví á Vestfjörðum Einstaklingur, sem kom frá Reykjavík fyrir viku síðan, greindist í...

Posted by Heilbrigðisstofnun Vestfjarða on Saturday, 28 November 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×