Börnum verður ekki boðin bólusetning Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. nóvember 2020 12:55 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar og lögð verður sérstök áhersla á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunn við sjúkdóminn, á borð við heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa svo fátt eitt sé nefnt. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi. Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi. „Þarna eru auðvitað okkar elsta fólk, okkar viðkvæmasta fólk, heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk í framlínu og svo framvegis, eftir tilteknum reglum og í tiltekinni röð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Líklegt er að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi sem hendi ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðun. Svandís segir að reglugerðin sé í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „En um leið þá hefur sóttvarnalæknir mikinn sveigjanleika til þess að meta og endurmeta í röðina í ljósi þess hversu mikil virkni einstakra bóluefna er,“ segir Svandís. Hvenær telur þú að bólusetningar geti hafist? „Bjartsýnasta fólk segir að það gerist strax á fyrstu mánuðum nýs árs þannig að ég vona að það verði svo,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar og lögð verður sérstök áhersla á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunn við sjúkdóminn, á borð við heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa svo fátt eitt sé nefnt. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi. Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi. „Þarna eru auðvitað okkar elsta fólk, okkar viðkvæmasta fólk, heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk í framlínu og svo framvegis, eftir tilteknum reglum og í tiltekinni röð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Líklegt er að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi sem hendi ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðun. Svandís segir að reglugerðin sé í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „En um leið þá hefur sóttvarnalæknir mikinn sveigjanleika til þess að meta og endurmeta í röðina í ljósi þess hversu mikil virkni einstakra bóluefna er,“ segir Svandís. Hvenær telur þú að bólusetningar geti hafist? „Bjartsýnasta fólk segir að það gerist strax á fyrstu mánuðum nýs árs þannig að ég vona að það verði svo,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira