Segir Kára vega ómaklega að sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Samúel Karl Ólason og skrifa 29. nóvember 2020 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. Tíu greindust smitaðir innanlands í gær en þar áður voru þeir 21. Átta af tíu voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. „Tölurnar eru allavega ekki að rjúka upp úr öllu valdi. Þetta er enn náttúrlega í gangi og þó það kom hlé einn og einn dag, þá vitum við að þetta er enn í gangi í samfélaginu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur segir að næstu sóttvarnatillögur séu enn í vinnslu. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði frá því í gær að hann teldi að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hefðu mögulega valdið því að fólk hefði byrjað að slaka of mikið á sóttvörnum. Þórólfur sagði ómaklega að sér vegið, með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. „Það var ekki alveg það sem ég bjóst við,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að margt hefði líklegast áhrif. Ekki bara eitthvað sem einn segir eða segir ekki. „Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara mjög varlega,“ segir Þórólfur. „Við vitum að þessi tilmæli og reglugerðir sem eru í gildi taka enda og það þarf eitthvað nýtt að taka við. Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Sumir vænti þess að allt verði lokað og aðrir að eitthvað verði opnað. Þórólfur segir erfitt að stjórna því. „Við verðum bara að vera heiðarleg í því hvað við erum að gera,“ segir Þórólfur. Hann sagði enn fremur að alls staðar væri verið að spá í hvaða átt faraldurinn stefndi og hvaða aðgerða þyrfti að grípa til eða hvort hægt væri að létta á. Flestir reyni að sigla þennan faraldur þannig að ekki sé gripið til of harðra aðgerða. „Bestu sóttvarnaaðgerðirnar væru að loka alla inni í marga mánuði þar til þetta væri allt saman búið. Ég er ekki viss um að það myndi ganga. Það hljóta allir að sjá að þú nærð ekki samvinnu við fólk með því móti.“ Það þurfi að sigla leið þar á milli, þannig að sem mestur árangur náist án þess að hafa of íþyngjandi reglur. „Það hefur verið leiðarljós hér allan tímann,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Tíu greindust smitaðir innanlands í gær en þar áður voru þeir 21. Átta af tíu voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. „Tölurnar eru allavega ekki að rjúka upp úr öllu valdi. Þetta er enn náttúrlega í gangi og þó það kom hlé einn og einn dag, þá vitum við að þetta er enn í gangi í samfélaginu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur segir að næstu sóttvarnatillögur séu enn í vinnslu. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði frá því í gær að hann teldi að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hefðu mögulega valdið því að fólk hefði byrjað að slaka of mikið á sóttvörnum. Þórólfur sagði ómaklega að sér vegið, með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. „Það var ekki alveg það sem ég bjóst við,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að margt hefði líklegast áhrif. Ekki bara eitthvað sem einn segir eða segir ekki. „Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara mjög varlega,“ segir Þórólfur. „Við vitum að þessi tilmæli og reglugerðir sem eru í gildi taka enda og það þarf eitthvað nýtt að taka við. Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Sumir vænti þess að allt verði lokað og aðrir að eitthvað verði opnað. Þórólfur segir erfitt að stjórna því. „Við verðum bara að vera heiðarleg í því hvað við erum að gera,“ segir Þórólfur. Hann sagði enn fremur að alls staðar væri verið að spá í hvaða átt faraldurinn stefndi og hvaða aðgerða þyrfti að grípa til eða hvort hægt væri að létta á. Flestir reyni að sigla þennan faraldur þannig að ekki sé gripið til of harðra aðgerða. „Bestu sóttvarnaaðgerðirnar væru að loka alla inni í marga mánuði þar til þetta væri allt saman búið. Ég er ekki viss um að það myndi ganga. Það hljóta allir að sjá að þú nærð ekki samvinnu við fólk með því móti.“ Það þurfi að sigla leið þar á milli, þannig að sem mestur árangur náist án þess að hafa of íþyngjandi reglur. „Það hefur verið leiðarljós hér allan tímann,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent