Segir Kára vega ómaklega að sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Samúel Karl Ólason og skrifa 29. nóvember 2020 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. Tíu greindust smitaðir innanlands í gær en þar áður voru þeir 21. Átta af tíu voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. „Tölurnar eru allavega ekki að rjúka upp úr öllu valdi. Þetta er enn náttúrlega í gangi og þó það kom hlé einn og einn dag, þá vitum við að þetta er enn í gangi í samfélaginu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur segir að næstu sóttvarnatillögur séu enn í vinnslu. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði frá því í gær að hann teldi að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hefðu mögulega valdið því að fólk hefði byrjað að slaka of mikið á sóttvörnum. Þórólfur sagði ómaklega að sér vegið, með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. „Það var ekki alveg það sem ég bjóst við,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að margt hefði líklegast áhrif. Ekki bara eitthvað sem einn segir eða segir ekki. „Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara mjög varlega,“ segir Þórólfur. „Við vitum að þessi tilmæli og reglugerðir sem eru í gildi taka enda og það þarf eitthvað nýtt að taka við. Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Sumir vænti þess að allt verði lokað og aðrir að eitthvað verði opnað. Þórólfur segir erfitt að stjórna því. „Við verðum bara að vera heiðarleg í því hvað við erum að gera,“ segir Þórólfur. Hann sagði enn fremur að alls staðar væri verið að spá í hvaða átt faraldurinn stefndi og hvaða aðgerða þyrfti að grípa til eða hvort hægt væri að létta á. Flestir reyni að sigla þennan faraldur þannig að ekki sé gripið til of harðra aðgerða. „Bestu sóttvarnaaðgerðirnar væru að loka alla inni í marga mánuði þar til þetta væri allt saman búið. Ég er ekki viss um að það myndi ganga. Það hljóta allir að sjá að þú nærð ekki samvinnu við fólk með því móti.“ Það þurfi að sigla leið þar á milli, þannig að sem mestur árangur náist án þess að hafa of íþyngjandi reglur. „Það hefur verið leiðarljós hér allan tímann,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Tíu greindust smitaðir innanlands í gær en þar áður voru þeir 21. Átta af tíu voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. „Tölurnar eru allavega ekki að rjúka upp úr öllu valdi. Þetta er enn náttúrlega í gangi og þó það kom hlé einn og einn dag, þá vitum við að þetta er enn í gangi í samfélaginu,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur segir að næstu sóttvarnatillögur séu enn í vinnslu. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði frá því í gær að hann teldi að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hefðu mögulega valdið því að fólk hefði byrjað að slaka of mikið á sóttvörnum. Þórólfur sagði ómaklega að sér vegið, með því að gefa í skyn að sveiflan væri sér að kenna. „Það var ekki alveg það sem ég bjóst við,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að margt hefði líklegast áhrif. Ekki bara eitthvað sem einn segir eða segir ekki. „Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara mjög varlega,“ segir Þórólfur. „Við vitum að þessi tilmæli og reglugerðir sem eru í gildi taka enda og það þarf eitthvað nýtt að taka við. Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Sumir vænti þess að allt verði lokað og aðrir að eitthvað verði opnað. Þórólfur segir erfitt að stjórna því. „Við verðum bara að vera heiðarleg í því hvað við erum að gera,“ segir Þórólfur. Hann sagði enn fremur að alls staðar væri verið að spá í hvaða átt faraldurinn stefndi og hvaða aðgerða þyrfti að grípa til eða hvort hægt væri að létta á. Flestir reyni að sigla þennan faraldur þannig að ekki sé gripið til of harðra aðgerða. „Bestu sóttvarnaaðgerðirnar væru að loka alla inni í marga mánuði þar til þetta væri allt saman búið. Ég er ekki viss um að það myndi ganga. Það hljóta allir að sjá að þú nærð ekki samvinnu við fólk með því móti.“ Það þurfi að sigla leið þar á milli, þannig að sem mestur árangur náist án þess að hafa of íþyngjandi reglur. „Það hefur verið leiðarljós hér allan tímann,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira