„Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 21:46 Tómas Guðbjartsson lýsir vanþóknun sinni vegna sölunnar á Hjörleifshöfða í færslu á Facebook. Vísir/Vilhelm Læknirinn, útivistarmaðurinn og umhverfisverndarsinninn Tómas Guðbjartsson er lítt hrifinn af hátt í fimm hundruð milljóna króna sölunni á Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða. Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“ Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira