Erlent

Mesta eyðing regn­skóga í Brasilíu frá 2008

Atli Ísleifsson skrifar
Amasónskógurinn er mikilvæg kolefnisgeymsla en gróðurinn hægir á hækkandi hitastigi jarðarinnar.
Amasónskógurinn er mikilvæg kolefnisgeymsla en gróðurinn hægir á hækkandi hitastigi jarðarinnar. Getty

Eyðing regnskóganna í Brasilíu á þessu ári er meiri en hún hefur verið frá árinu 2008. Alls hafa rúmir 11 þúsund ferkílómetrar verið ruddir frá ágúst 2019 og fram í júlí á þessu ári og er það 9,5 prósenta aukning frá fyrra ári.

Amasónskógurinn er mikilvæg kolefnisgeymsla en gróðurinn hægir á hækkandi hitastigi jarðarinnar.

Brasilískir vísindamenn segja ljóst að kjör Jairs Bolsonaro forseta hafi augljóslega flýtt fyrir eyðingu skóganna á ný en forsetinn hefur talað fyrir auknum landbúnaði og námugreftri á svæðinu.

Auk þess að vera gríðarlega mikilvægur hlekkur í loftslagsmálum jarðar er Amasónsvæðið einnig heimili um þriggja milljóna dýrategunda og þar búa einnig um ein milljón brasilískra frumbyggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×