Beit lögreglumann eftir að upp úr sauð í pottapartýi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 21:42 Konan var dæmd fyrir að bíta lögreglumann í höndina eftir að lögregla var kölluð til að útskriftarveislu hennar. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær konu í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögreglumann í höndina. Lögregla var kölluð til í útskriftarveislu konunnar, sem varð að „pottapartýi“ líkt og lýst er í dómi, hvar upp úr sauð með fyrrgreindum afleiðingum. Konan var ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið í hönd lögreglumannsins með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á úlnlið og hendi, þegar lögreglumenn voru við skyldustörf að handtaka hana. Atburðarás kvöldsins er rakin í dómi. Lögregla var kvödd að húsi aðfaranótt sunnudagsins 23. júní 2019. Þar var konan stödd ásamt eiginmanni sínum og systur, auk tveggja í viðbót; vinar eiginmannsins og kunningja konunnar. Fram kemur í dómi að fólkið hafi allt verið undir áhrifum áfengis og eiginmaðurinn tjáð lögreglu að konan og kunningi hennar hefðu læst að sér inni í herbergi. Þá kvað hann konuna hafa kýlt vin sinn. Því er lýst í dómi að konan hafi verið í mikilli geðshræringu, „útgrátin“ og átt erfitt með að róa sig. Hún hefði sagt að fólkið væri samankomið í hennar eigin útskriftarveislu, sem hefði verið „mikil veisla og „pottapartý“.“ Hún kvaðst hafa verið að finna sundskýlu fyrir kunningja sinn en hann óvart læst að þeim og eiginmaðurinn hefði orðið afbrýðisamur. Konan hefði tekið fram að algjör óþarfi hafi verið að kalla til lögreglu vegna málsins. Dynkir og hávaði innan úr húsinu Konan og eiginmaður hennar kváðust loks orðin róleg og lögregla fór út og ræddi við áðurnefnda kunningja hjónanna. Þá hefðu heyrst miklir dynkir og hávaði innan úr húsinu. Eiginmaðurinn hefði komið til dyra og lýst því að konan hefði barið sig, sem hún er svo sögð hafa gert fyrir framan lögreglumennina. Konunni var þá tilkynnt að hún væri handtekin en hún hefði þá hlaupið inn á bað og inn í niðurbyggðan sturtuklefa. Þegar setja átti konuna í lögreglutök hefði hún gripið í vinstri hendi annars lögreglumannsins og bitið í úlnliðinn á honum. Konan sagði við skýrslutöku daginn eftir að hún hefði verið að reyna að losa sig og verið hrædd við lögreglumanninn sem hefði legið ofan á henni. Konan var að endingu dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða rúma hálfa milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Sjá meira
Konan var ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið í hönd lögreglumannsins með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á úlnlið og hendi, þegar lögreglumenn voru við skyldustörf að handtaka hana. Atburðarás kvöldsins er rakin í dómi. Lögregla var kvödd að húsi aðfaranótt sunnudagsins 23. júní 2019. Þar var konan stödd ásamt eiginmanni sínum og systur, auk tveggja í viðbót; vinar eiginmannsins og kunningja konunnar. Fram kemur í dómi að fólkið hafi allt verið undir áhrifum áfengis og eiginmaðurinn tjáð lögreglu að konan og kunningi hennar hefðu læst að sér inni í herbergi. Þá kvað hann konuna hafa kýlt vin sinn. Því er lýst í dómi að konan hafi verið í mikilli geðshræringu, „útgrátin“ og átt erfitt með að róa sig. Hún hefði sagt að fólkið væri samankomið í hennar eigin útskriftarveislu, sem hefði verið „mikil veisla og „pottapartý“.“ Hún kvaðst hafa verið að finna sundskýlu fyrir kunningja sinn en hann óvart læst að þeim og eiginmaðurinn hefði orðið afbrýðisamur. Konan hefði tekið fram að algjör óþarfi hafi verið að kalla til lögreglu vegna málsins. Dynkir og hávaði innan úr húsinu Konan og eiginmaður hennar kváðust loks orðin róleg og lögregla fór út og ræddi við áðurnefnda kunningja hjónanna. Þá hefðu heyrst miklir dynkir og hávaði innan úr húsinu. Eiginmaðurinn hefði komið til dyra og lýst því að konan hefði barið sig, sem hún er svo sögð hafa gert fyrir framan lögreglumennina. Konunni var þá tilkynnt að hún væri handtekin en hún hefði þá hlaupið inn á bað og inn í niðurbyggðan sturtuklefa. Þegar setja átti konuna í lögreglutök hefði hún gripið í vinstri hendi annars lögreglumannsins og bitið í úlnliðinn á honum. Konan sagði við skýrslutöku daginn eftir að hún hefði verið að reyna að losa sig og verið hrædd við lögreglumanninn sem hefði legið ofan á henni. Konan var að endingu dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða rúma hálfa milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Sjá meira