Frost í Reykjavík jafngildi 16 stigum í trúlega mesta kuldakasti síðan 2013 Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 23:41 Spákort ECMWF sem sýnir í litum hita í 850 hPa. EInar Sveinbjörnsson/Blika.is Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is. Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag. „Norðan loftið sem steypist yfir okkur næstu daga er hreinræktað heimskautaloft. Kjarni þess fer suður yfir vestanvert landið,“ segir Einar í færslu sinni. Hann bendir á að vetrarkuldi sé almennt af tvennum toga: annars vegar þegar hæglátt er og stjörnubjart en hins vegar þegar loft kemur frá köldum svæðum með strekkingi og stundum hvassri norðanátt. „Þá mælist kannski ekki jafn mikið frost, en það bítur í vindinum. Þannig er það einmitt nú,“ segir Einar. Þannig megi vænta sex til sjö stiga frosts á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag og föstudag og vindi um 10 m/s. Sé „rykið dustað“ af vindkælingartölunum muni frost við Veðurstofuna Í Reykjavík á hádegi á fimmtudag jafngilda nærri sextán stigum. „Sé horft á vindinn saman með kulda loftsins þarf líklega að fara aftur til 2013 (4-6 des.) til að finna eitthvað sambærilegt. Þá var vindur heldur hægari, en meira frost. „Kuldagæði“ hins vegar svipuð. Mun kaldari tilvik má auðveldlega finna áður fyrr á árum s.s á milli 1965-1985,“ segir Einar. „Ef til vill er þörf á kuldaviðvörun þar sem dúða þarf leikskólabörn sérstaklega á fimmtudag og föstudag (kalt fram á laugardag) og aðrir úti við hugi að skjólgóðu höfuðfati og hlýjum vetrarskóm. Ullarvetlingar koma líka í góðar þarfir.“ Veður Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Norðan loftið sem steypist yfir okkur næstu daga er hreinræktað heimskautaloft. Kjarni þess fer suður yfir vestanvert landið,“ segir Einar í færslu sinni. Hann bendir á að vetrarkuldi sé almennt af tvennum toga: annars vegar þegar hæglátt er og stjörnubjart en hins vegar þegar loft kemur frá köldum svæðum með strekkingi og stundum hvassri norðanátt. „Þá mælist kannski ekki jafn mikið frost, en það bítur í vindinum. Þannig er það einmitt nú,“ segir Einar. Þannig megi vænta sex til sjö stiga frosts á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag og föstudag og vindi um 10 m/s. Sé „rykið dustað“ af vindkælingartölunum muni frost við Veðurstofuna Í Reykjavík á hádegi á fimmtudag jafngilda nærri sextán stigum. „Sé horft á vindinn saman með kulda loftsins þarf líklega að fara aftur til 2013 (4-6 des.) til að finna eitthvað sambærilegt. Þá var vindur heldur hægari, en meira frost. „Kuldagæði“ hins vegar svipuð. Mun kaldari tilvik má auðveldlega finna áður fyrr á árum s.s á milli 1965-1985,“ segir Einar. „Ef til vill er þörf á kuldaviðvörun þar sem dúða þarf leikskólabörn sérstaklega á fimmtudag og föstudag (kalt fram á laugardag) og aðrir úti við hugi að skjólgóðu höfuðfati og hlýjum vetrarskóm. Ullarvetlingar koma líka í góðar þarfir.“
Veður Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira