Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2020 10:54 Fjölmargir gallar fundust á iðnaðarhúsnæðinu þegar slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu tók það út að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum, sem er íslenskur karlmaður á sextugsaldri búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í Reykjavík í lok árs 2017 og byrjun 2018. Það gerði hann án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi brunavarnir sem hafi verið alls ófullnægjandi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þannig var eigandi starfsmannaleigunnar, sem var einnig eigandi fyrirtækisins sem leigði húsnæðið, talinn hafa stofnað heilsu og lífi um 24 starfsmanna leigunnar sem voru búsettir í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið í augljósan háska „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“. Hafa lokað iðnaðarhúsnæði sem er notað til búsetu Ólöglegt er að hafa búsetu í iðnaðarhúsnæði og hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lokað slíku húsnæði þar sem brunavörnum var áfátt undanfarin ár. Í mörgum tilfellum eru það erlendir farandverkamenn sem hafast við í húsnæði af þessu tagi. Það er ekki aðeins í iðnaðarhúsnæði þar sem erlendir verkamenn hafa búið við hættulegar aðstæður. Þrír Pólverjar, tvær konur og einn karlmaður, fórust í eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í júní í sumar. Þrettán manns voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði en enn fleiri bjuggu þar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sagði að alls hafi 73 einstaklingar verið skráðir með lögheimili í húsinu. Húsið sem brann er í eigu HD Verks. Lögmaður þess neitaði því að svo margir hafi búið í húsinu og hafnaði því að fyrirtækið tengdist starfsmannaleigum í sumar. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum, sem er íslenskur karlmaður á sextugsaldri búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í Reykjavík í lok árs 2017 og byrjun 2018. Það gerði hann án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi brunavarnir sem hafi verið alls ófullnægjandi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þannig var eigandi starfsmannaleigunnar, sem var einnig eigandi fyrirtækisins sem leigði húsnæðið, talinn hafa stofnað heilsu og lífi um 24 starfsmanna leigunnar sem voru búsettir í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið í augljósan háska „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“. Hafa lokað iðnaðarhúsnæði sem er notað til búsetu Ólöglegt er að hafa búsetu í iðnaðarhúsnæði og hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lokað slíku húsnæði þar sem brunavörnum var áfátt undanfarin ár. Í mörgum tilfellum eru það erlendir farandverkamenn sem hafast við í húsnæði af þessu tagi. Það er ekki aðeins í iðnaðarhúsnæði þar sem erlendir verkamenn hafa búið við hættulegar aðstæður. Þrír Pólverjar, tvær konur og einn karlmaður, fórust í eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í júní í sumar. Þrettán manns voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði en enn fleiri bjuggu þar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sagði að alls hafi 73 einstaklingar verið skráðir með lögheimili í húsinu. Húsið sem brann er í eigu HD Verks. Lögmaður þess neitaði því að svo margir hafi búið í húsinu og hafnaði því að fyrirtækið tengdist starfsmannaleigum í sumar.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira