Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2020 14:09 Bandarískir heilbrigðisstarfsmenn reyna endurlífgunartilraunir á sjúklingi. Þrátt fyrir að dánartíðni vegna Covid-19 hafi lækkað töluvert hafa sífellt fleiri dáið. AP/Jae C. Hong Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. Þetta er samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum sem hefur haldið utan um opinberar tölur í Bandaríkjunum. Í heildina hafa 273.847 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Þó tilfellum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og mánuðum hefur dánartíðni vegna Covid-19 lækkað töluvert. New York Times vísar í tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) um að tíðnin hafi lækkað úr 6,7 prósentum í apríl í 1,9 prósent í september. Þrátt fyrir það hefur dauðsföllum heilt yfir farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Í gær gerðist það í fyrsta sinn að dauðsföll fóru yfir þrjú þúsund. Robert Redfield, forstjóri CDC, varaði í gær við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna og að dauðsföll vestanhafs vegna Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. AP fréttaveitan sagði frá því í morgun að sjúkrahús víðsvegar um Bandaríkin reyni að fá hjúkrunarfræðinga og lækna sem sest hafa í helgan stein til að snúa aftur til starfa. Sömuleiðis hafi verið leitað til nema og starfsmema og boðið þeim mun hærri laun en eðlilegt teljist vegna mikillar manneklu. Innlagnir í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hafi tvöfaldast á undanförnum mánuði og að álag á heilbrigðisstarfsmenn hafi aukist samhliða því. Ríkisstjórar í Wisconsin og Nebraska hafa fellt niður gjöld og annað til að gera hjúkrunarfræðingum auðveldara að snúa aftur til vinnu eftir að hafa sest í helgan stein. Þeir hjúkrunarfræðingar eru að miklu leyti að vinna störf sem setja þau ekki í návígi við sjúklinga með Covid-19 en létta þó undir með þeim hjúkrunarfræðingum sem gera það. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Þetta er samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum sem hefur haldið utan um opinberar tölur í Bandaríkjunum. Í heildina hafa 273.847 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Þó tilfellum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og mánuðum hefur dánartíðni vegna Covid-19 lækkað töluvert. New York Times vísar í tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) um að tíðnin hafi lækkað úr 6,7 prósentum í apríl í 1,9 prósent í september. Þrátt fyrir það hefur dauðsföllum heilt yfir farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Í gær gerðist það í fyrsta sinn að dauðsföll fóru yfir þrjú þúsund. Robert Redfield, forstjóri CDC, varaði í gær við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna og að dauðsföll vestanhafs vegna Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. AP fréttaveitan sagði frá því í morgun að sjúkrahús víðsvegar um Bandaríkin reyni að fá hjúkrunarfræðinga og lækna sem sest hafa í helgan stein til að snúa aftur til starfa. Sömuleiðis hafi verið leitað til nema og starfsmema og boðið þeim mun hærri laun en eðlilegt teljist vegna mikillar manneklu. Innlagnir í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hafi tvöfaldast á undanförnum mánuði og að álag á heilbrigðisstarfsmenn hafi aukist samhliða því. Ríkisstjórar í Wisconsin og Nebraska hafa fellt niður gjöld og annað til að gera hjúkrunarfræðingum auðveldara að snúa aftur til vinnu eftir að hafa sest í helgan stein. Þeir hjúkrunarfræðingar eru að miklu leyti að vinna störf sem setja þau ekki í návígi við sjúklinga með Covid-19 en létta þó undir með þeim hjúkrunarfræðingum sem gera það.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33
Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33
Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16