„Áfram Ísland“ en Lars veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 15:13 Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir framtíð sína algjörlega óráðna. „Áfram Ísland“ segir sá sænski í svari við fyrirspurn Vísis. Lagerbäck var sagt upp störfum sem þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu í morgun. „Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
„Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45
Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31
Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30