Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 18:26 Joe Biden, sem tekur við embætti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi, hefur lýst yfir áhuga um að endurvekja kjarnorkusamninginn við Íran. Getty/Mark Makela Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. Biden hefur lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn, sem gerður var árið 2015 en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró landið einhliða úr. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í dag að Bandaríkin þurfi sjálf að samþykkja skilyrði sem sett hafa verið á þau. Verðandi ríkisstjórn Bidens hefur sett ákveðin skilyrði sem Íran verður að samþykkja áður en ríkin ganga að samningsborðinu. Þá hefur hann lýst því yfir að gangist Íran við ströngum skilyrðunum muni Bandaríkin lyfta viðskiptaþvingunum sem Trump lagði á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum í maí 2018. Þvinganirnar beindust sérstaklega að olíuframleiðendum og fjármálastofnunum landsins. Ætla að auka auðgun úrans verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Síðan Bandaríkin drógu sig úr samningnum hefur kjarnorkuframleiðsla í Íran verið mun meiri en segir til í samningnum frá árinu 2015. Það hefur vakið upp miklar vangaveltur þess efnis hvort kjarnorkuframleiðslan sé í þeim tilgangi að framleiða kjarnavopn. Yfirvöld í Íran hafa hins vegar neitað því og segja kjarnorkustarfsemi landsins friðsamlega. Samningurinn sem undirritaður var árið 2015 var gerður á milli Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Rússlands og Kína auk Íran. Í gær, miðvikudag, samþykkti íranska þingið ný lög sem munu koma í veg fyrir að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna geti fylgst með kjarnorkustarfsemi ríkisins. Þá segir í lögunum að auka skuli auðgun úrans upp í 20% verði viðskiptaþvingunum ekki létt á næstu tveimur mánuðum. Það er mun meira en segir til í kjarnorkusamningnum, en þar kemur skýrt fram að auðgun úrans megi ekki ná yfir 3,67 prósent. Íran Bandaríkin Joe Biden Orkumál Tengdar fréttir Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Biden hefur lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn, sem gerður var árið 2015 en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró landið einhliða úr. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í dag að Bandaríkin þurfi sjálf að samþykkja skilyrði sem sett hafa verið á þau. Verðandi ríkisstjórn Bidens hefur sett ákveðin skilyrði sem Íran verður að samþykkja áður en ríkin ganga að samningsborðinu. Þá hefur hann lýst því yfir að gangist Íran við ströngum skilyrðunum muni Bandaríkin lyfta viðskiptaþvingunum sem Trump lagði á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum í maí 2018. Þvinganirnar beindust sérstaklega að olíuframleiðendum og fjármálastofnunum landsins. Ætla að auka auðgun úrans verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Síðan Bandaríkin drógu sig úr samningnum hefur kjarnorkuframleiðsla í Íran verið mun meiri en segir til í samningnum frá árinu 2015. Það hefur vakið upp miklar vangaveltur þess efnis hvort kjarnorkuframleiðslan sé í þeim tilgangi að framleiða kjarnavopn. Yfirvöld í Íran hafa hins vegar neitað því og segja kjarnorkustarfsemi landsins friðsamlega. Samningurinn sem undirritaður var árið 2015 var gerður á milli Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Rússlands og Kína auk Íran. Í gær, miðvikudag, samþykkti íranska þingið ný lög sem munu koma í veg fyrir að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna geti fylgst með kjarnorkustarfsemi ríkisins. Þá segir í lögunum að auka skuli auðgun úrans upp í 20% verði viðskiptaþvingunum ekki létt á næstu tveimur mánuðum. Það er mun meira en segir til í kjarnorkusamningnum, en þar kemur skýrt fram að auðgun úrans megi ekki ná yfir 3,67 prósent.
Íran Bandaríkin Joe Biden Orkumál Tengdar fréttir Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00