Enn af andvaraleysi Alþingis gagnvart utanríkismálum Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. desember 2020 11:00 Í lok þessarar viku eru sjö mánuðir frá því að utanríkismál voru síðast á dagskrá Alþingis. Meira en hálft ár. Það er ef frá er talin 30 mínútna umræða um græna utanríkisstefnu í október sl. sem þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku þátt í. Viðbrögð við yfirstandandi heimsfaraldri hafa vissulega þurft að vera í forgrunni í störfum þingsins frá því í vor. Faraldurinn hefur hins vegar einnig mikil áhrif á utanríkismál Íslands sem hafa líklega sjaldan verið mikilvægari. Þær áskoranir sem heimurinn stóð frammi fyrir áður en faraldurinn skall á eru enn stærri og erfiðari viðureignar nú og nýjar áskoranir hafa bæst við. Það á við hvort sem litið er til heilbrigðismála, heimsviðskipta, öryggis- og varnarmála, mannréttinda-, þróunar- og umhverfismála, matvælaöryggis eða lýðræðisþróunar. Þessu til viðbótar hefur fráfarandi forseti Bandaríkjanna, helsta bandalagsríkis Íslands á sviði öryggis- og varnarmála, varið síðustu fjórum árum í að grafa undan samvinnu vestrænna ríkja á öllum sviðum alþjóðlegs samstarfs og veikt þannig getu þeirra til að takast á við ofangreindar áskoranir. Alþjóðleg þróun hefur óumdeilanlega bein áhrif á hagsmuni og velferð Íslands, efnahagslega stöðu og öryggi. Í alþjóðavæddum heimi á smáríki eins og Ísland enn fremur allt undir öflugu fjölþjóðasamstarfi og virðingu fyrir alþjóðalögum. Alþingi þarf að vera meðvitað um þá stöðu sem nú blasir við þjóðum heims og geta tekist á við breytta heimsmynd að faraldrinum yfirstöðnum. Til þess þarf málaflokkurinn að vera reglulega á dagskrá. Það er full ástæða til að kalla eftir umræðu á Alþingi með þátttöku utanríkisráðherra um þær áskoranir sem blasa við í íslenskum utanríkismálum vegna og í kjölfar heimsfaraldursins. Varpa þarf ljósi á álitamál og veita ráðherra aðhald í störfum sínum á þessum sérstaka tíma. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Alþingi Utanríkismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Í lok þessarar viku eru sjö mánuðir frá því að utanríkismál voru síðast á dagskrá Alþingis. Meira en hálft ár. Það er ef frá er talin 30 mínútna umræða um græna utanríkisstefnu í október sl. sem þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku þátt í. Viðbrögð við yfirstandandi heimsfaraldri hafa vissulega þurft að vera í forgrunni í störfum þingsins frá því í vor. Faraldurinn hefur hins vegar einnig mikil áhrif á utanríkismál Íslands sem hafa líklega sjaldan verið mikilvægari. Þær áskoranir sem heimurinn stóð frammi fyrir áður en faraldurinn skall á eru enn stærri og erfiðari viðureignar nú og nýjar áskoranir hafa bæst við. Það á við hvort sem litið er til heilbrigðismála, heimsviðskipta, öryggis- og varnarmála, mannréttinda-, þróunar- og umhverfismála, matvælaöryggis eða lýðræðisþróunar. Þessu til viðbótar hefur fráfarandi forseti Bandaríkjanna, helsta bandalagsríkis Íslands á sviði öryggis- og varnarmála, varið síðustu fjórum árum í að grafa undan samvinnu vestrænna ríkja á öllum sviðum alþjóðlegs samstarfs og veikt þannig getu þeirra til að takast á við ofangreindar áskoranir. Alþjóðleg þróun hefur óumdeilanlega bein áhrif á hagsmuni og velferð Íslands, efnahagslega stöðu og öryggi. Í alþjóðavæddum heimi á smáríki eins og Ísland enn fremur allt undir öflugu fjölþjóðasamstarfi og virðingu fyrir alþjóðalögum. Alþingi þarf að vera meðvitað um þá stöðu sem nú blasir við þjóðum heims og geta tekist á við breytta heimsmynd að faraldrinum yfirstöðnum. Til þess þarf málaflokkurinn að vera reglulega á dagskrá. Það er full ástæða til að kalla eftir umræðu á Alþingi með þátttöku utanríkisráðherra um þær áskoranir sem blasa við í íslenskum utanríkismálum vegna og í kjölfar heimsfaraldursins. Varpa þarf ljósi á álitamál og veita ráðherra aðhald í störfum sínum á þessum sérstaka tíma. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun