Kettirnir eru framleiddir í takmörkuðu upplagi og verða þeir eingöngu fáanlegir í verslun Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg jólin 2020. Í framhaldinu verður þetta árlegur viðburður og nýir hönnuðir valdir til að túlka þennan fræga kött.
Oftast er talað um jólaköttinn með orðalaginu „að fara í jólaköttinn“ og með því er átt við að hann éti þá sem ekki fá ný föt á jólunum. Því er það skemmtileg nálgun hjá hönnuðunum að gera jólaköttinn eingöngu úr gömlum fötum. Í Jólakötturinn eftir Jóhannes frá Kötlum segir meðal annars:
Hann sveimaði, soltinn og grimmur, í sárköldum jólasnæ,
og vakti í hjörtunum hroll á hverjum bæ.
Ef mjálmað var aumlega úti var ólukkan samstundis vís
Allir vissu´, að hann veiddi menn en vildi ekki mýs.
Hann lagðist á fátæka fólkið, sem fékk enga nýja spjör
fyrir jólin – og baslaði og bjó við bágust kjör.

Birta og Hrefna reka saman hönnunarstofuna Fléttu, en þær tast við endurnýtt efni í sína hönnun. Meðal fyrri verka Fléttu eru loftljós, borð, lampar og hillur úr gömlum verðlaunagripum og gólfmottur úr notuðum gallabuxum.

Hér fyrir neðan má sjá albúm með nokkrum myndum frá þessu áhugaverða verkefni og annarri hönnun frá Fléttu. Ljósmyndarinn Sunna Ben tók þessar myndir.