Sigríður og Sjallar utan svæðis Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 4. desember 2020 14:31 Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Utanríkismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar