Veikindi Víðis fara versnandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2020 14:23 Víðir Reynisson greindist með Covid-19 og hefur líðan hans farið versnandi undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. „Víðir er að upplifa smá bakslag eins og svo margir sem hafa fengið Covid tengja við. Hann var kallaður inn á Covid-göngudeildina í tékk. Hann er kominn með þetta aðeins í lungun. Hann ber sig vel,“ segir Rögnvaldur. Hann hafi fengið íferð í lungun og hafi verið að fá meðferð vegna þessa. Hann sé kominn aftur heim til sín eftir skoðun og áfram verði fylgst vel með honum. „Hann er nokkuð brattur. Hann svo sem kvartar nú aldrei og ber sig nokkuð vel.“ Rögnvaldur á blaðamannafundi Almannavarna vegna kórónaveirunnar.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur telur marga sem hafa veikst eða þekkja til fólks sem hafi smitast af Covid-19 vita hve misjafnlega sjúkdómurinn leggist á fólk. Víðir virðist tilheyra þeim hópi sem veikindin leggist frekar illa á. „Hann er gulur núna. Covid-göngudeildin heldur rosalega vel utan um alla sem eru að glíma við Covid. Flokka fólk sem grænt, gult eða rautt. Fylgst er af og til með grænum en þeim gulu er mun betur fylgst með. Svo geta þeir breyst í rauða og þá er yfirleitt búið að leggja fólk inn.“ Tíu dagar frá greiningu Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði Víði aðeins hressari þann 28. nóvember. Hann væri í reglulegu sambandi við hann. Víðir á leið til blaðamannafundar ásamt Ölmu og Þórólfi.Vísir/Vilhelm Víðir var töluvert veikur daginn á undan. „Já, það var ekki góður dagur í gær,“ sagði Rögnvaldur í samtali við fréttastofu þann 28. nóvember. „Ég heyrði í honum í gærkvöldi og þá var hann aðeins farinn að hressast og svo aftur í morgun, þá leið honum mun betur en í gær.“ Síðan er liðin vika og greinilegt að líðan Víðis hefur farið töluvert versnandi. Víðir hefur verið í eldlínunni í kórónuveirufaraldrinum sem hluti af þríeykinu svokallaða sem hann skipar ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Mannlíf greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Almannavarnir Tengdar fréttir Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
„Víðir er að upplifa smá bakslag eins og svo margir sem hafa fengið Covid tengja við. Hann var kallaður inn á Covid-göngudeildina í tékk. Hann er kominn með þetta aðeins í lungun. Hann ber sig vel,“ segir Rögnvaldur. Hann hafi fengið íferð í lungun og hafi verið að fá meðferð vegna þessa. Hann sé kominn aftur heim til sín eftir skoðun og áfram verði fylgst vel með honum. „Hann er nokkuð brattur. Hann svo sem kvartar nú aldrei og ber sig nokkuð vel.“ Rögnvaldur á blaðamannafundi Almannavarna vegna kórónaveirunnar.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur telur marga sem hafa veikst eða þekkja til fólks sem hafi smitast af Covid-19 vita hve misjafnlega sjúkdómurinn leggist á fólk. Víðir virðist tilheyra þeim hópi sem veikindin leggist frekar illa á. „Hann er gulur núna. Covid-göngudeildin heldur rosalega vel utan um alla sem eru að glíma við Covid. Flokka fólk sem grænt, gult eða rautt. Fylgst er af og til með grænum en þeim gulu er mun betur fylgst með. Svo geta þeir breyst í rauða og þá er yfirleitt búið að leggja fólk inn.“ Tíu dagar frá greiningu Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði Víði aðeins hressari þann 28. nóvember. Hann væri í reglulegu sambandi við hann. Víðir á leið til blaðamannafundar ásamt Ölmu og Þórólfi.Vísir/Vilhelm Víðir var töluvert veikur daginn á undan. „Já, það var ekki góður dagur í gær,“ sagði Rögnvaldur í samtali við fréttastofu þann 28. nóvember. „Ég heyrði í honum í gærkvöldi og þá var hann aðeins farinn að hressast og svo aftur í morgun, þá leið honum mun betur en í gær.“ Síðan er liðin vika og greinilegt að líðan Víðis hefur farið töluvert versnandi. Víðir hefur verið í eldlínunni í kórónuveirufaraldrinum sem hluti af þríeykinu svokallaða sem hann skipar ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Mannlíf greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Almannavarnir Tengdar fréttir Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44
Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56
Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42