Katrín Olga Jóhannesdóttir og Magnús Þór Ásmundsson hafa komið ný inn í stjórn Landsnets.
Þetta var ákveðið á aðalfundi Landsnets sem haldinn var föstudaginn 13. mars.
Nýja stjórn skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Magnús Þór Ásmundsson , Ólafur Rúnar Ólafsson og Svava Bjarnadóttir.
Í tilkynningu kemur fram að þau Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir hafi gengið úr stjórninni eftir átta og ellefu ára stjórnarsetu. Tóku þau Katrín Olga og Magnús Þór sæti þeirra.