Vardy hetja Leicester á ellefu stundu Anton Ingi Leifsson skrifar 6. desember 2020 16:04 Vardy og Maddison fagna sigurmarkinu sem skaut Leicester í 3. sætið. Nick Potts/Getty Leicester vann 2-1 sigur á Sheffield Unted er liðin mættust á Bramall Lane í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ayoze Perez kom Leicester yfir á 24. mínútu er boltinn féll fyrir hann í teignum eftir skot Marc Albrighton. Jöfnunarmarkið kom einungis tveimur mínútum síðar er Oliver McBurnie skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það voru komnar 90 mínútur á klukkuna er Jamie Vardy skoraði sigurmarkið er hann slapp einn í gegn og kom boltanum hjá Aaron Ramsdale. Sheffield United er með eitt stig á botni deildarinnar en Leicester er í 3. sætinu með 21 stig. 5 Jamie Vardy has become only the third player to score in five consecutive Premier League away games in Yorkshire, after Wayne Rooney (2002-2013) and Harry Kane (2014-2020). Eeh-bah-gum. pic.twitter.com/9xPCTbScLx— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2020 Enski boltinn
Leicester vann 2-1 sigur á Sheffield Unted er liðin mættust á Bramall Lane í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ayoze Perez kom Leicester yfir á 24. mínútu er boltinn féll fyrir hann í teignum eftir skot Marc Albrighton. Jöfnunarmarkið kom einungis tveimur mínútum síðar er Oliver McBurnie skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það voru komnar 90 mínútur á klukkuna er Jamie Vardy skoraði sigurmarkið er hann slapp einn í gegn og kom boltanum hjá Aaron Ramsdale. Sheffield United er með eitt stig á botni deildarinnar en Leicester er í 3. sætinu með 21 stig. 5 Jamie Vardy has become only the third player to score in five consecutive Premier League away games in Yorkshire, after Wayne Rooney (2002-2013) and Harry Kane (2014-2020). Eeh-bah-gum. pic.twitter.com/9xPCTbScLx— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2020