Skyndisóknir Tottenham afgreiddu Arsenal Anton Ingi Leifsson skrifar 6. desember 2020 18:21 Mennirnir sem afgreiddu erkifjendurna í dag. Glyn Kirk/Getty Tottenham er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á grönnum sínum í Arsenal er liðin mættust í Norður-Lundúnarslagnum á heimavelli Tottenham í dag. Arsenal var mikið meira með boltann en hvítklæddir heimamenn vörðust fimlega. Þeir treystu svo á skyndisóknir og fyrsta mark leiksins kom einmitt úr einni slíkri. Á þrettándu mínnútu geystust þeir upp völlinn, Harry Kane kom boltanum á Heung-Min Son sem skoraði með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig. 1-0 og þannig virtust leikar ætla að standa í hálfleik. The first player to reach 10 #PL assists in the last five seasons (games played):2016-17: Eriksen (25)2017-18: De Bruyne (24)2018-19: Hazard (21)2019-20: De Bruyne (17)2020-21: Kane (11)Harry Kane is a JOKE. pic.twitter.com/VMXNnYtLbb— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2020 Það var hins vegar í uppbótartíma fyrri hálfleiks er Tottenham tvöfaldaði forystuna. Eftir aðra skyndisókn skiptu Son og Kane á hlutverkum; Son kom boltanum á Kane sem þrumaði boltanum í slá og inn. 2-0 í hálfleik og leikmyndin í síðari hálfleik var svipuð. Arsenal var meira með boltann en tókst illa að skapa sér góð færi. Lokatölur urðu 2-0 og fimmti leikurinn af síðustu sjö í ensku úrvalsdeildinni sem Arsenal nær ekki að skora. Tottenham er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig en Liverpool getur jafnað þá að stigum með sigri á Úlfunum síðar í dag. Arsenal er hins vegar í fimmtánda sætinu með þrettán stig og einungis fjóra sigra í fyrstu ellefu leikjunum. Top of the league. Jose s @SpursOfficial are back on top, with another big win. Could it happen? pic.twitter.com/J5Y9vRJ57F— SPORF (@Sporf) December 6, 2020 Enski boltinn
Tottenham er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á grönnum sínum í Arsenal er liðin mættust í Norður-Lundúnarslagnum á heimavelli Tottenham í dag. Arsenal var mikið meira með boltann en hvítklæddir heimamenn vörðust fimlega. Þeir treystu svo á skyndisóknir og fyrsta mark leiksins kom einmitt úr einni slíkri. Á þrettándu mínnútu geystust þeir upp völlinn, Harry Kane kom boltanum á Heung-Min Son sem skoraði með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig. 1-0 og þannig virtust leikar ætla að standa í hálfleik. The first player to reach 10 #PL assists in the last five seasons (games played):2016-17: Eriksen (25)2017-18: De Bruyne (24)2018-19: Hazard (21)2019-20: De Bruyne (17)2020-21: Kane (11)Harry Kane is a JOKE. pic.twitter.com/VMXNnYtLbb— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2020 Það var hins vegar í uppbótartíma fyrri hálfleiks er Tottenham tvöfaldaði forystuna. Eftir aðra skyndisókn skiptu Son og Kane á hlutverkum; Son kom boltanum á Kane sem þrumaði boltanum í slá og inn. 2-0 í hálfleik og leikmyndin í síðari hálfleik var svipuð. Arsenal var meira með boltann en tókst illa að skapa sér góð færi. Lokatölur urðu 2-0 og fimmti leikurinn af síðustu sjö í ensku úrvalsdeildinni sem Arsenal nær ekki að skora. Tottenham er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig en Liverpool getur jafnað þá að stigum með sigri á Úlfunum síðar í dag. Arsenal er hins vegar í fimmtánda sætinu með þrettán stig og einungis fjóra sigra í fyrstu ellefu leikjunum. Top of the league. Jose s @SpursOfficial are back on top, with another big win. Could it happen? pic.twitter.com/J5Y9vRJ57F— SPORF (@Sporf) December 6, 2020