Innlent

Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómur var kveðinn upp í hádeginu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómur var kveðinn upp í hádeginu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Fréttablaðið greinir frá. Voru þeir dæmdir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúmlega 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.

Framleiðslan átti sér stað í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti þar sem lögregla lagði hald á ýmsa muni við húsleit.

Matthís hlaut í janúar í fyrra tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Bitcoin-málinu svokallaða. Fimm voru dæmdir í málinu en Sindri Þór Stefánsson fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi. Báðir áfrýjaðu dómum sínum og hafa ekki hafið afplánun.

Málið varðaði stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Þær fundust aldrei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×