Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að íbúar Reykhólasveitar hafa frá því í haust þurft að keyra hátt í klukkustund til að kaupa helstu nauðsynjavörur eftir að einu búðinni þar var lokað.
Íbúar Skaftárhrepps hrukku einnig í kút á dögunum þegar tilkynnt var að matvörubúð Kjarvals á Kirkjubæjarklaustri yrði lokað um áramótin.
Í fyrra sögðum við frá því þegar íbúum Borgarfjarðar eystra tókst með samhentu átaki að opna búðina þar að nýju en það var gert með stuðningi Byggðastofnunar.
Sama gerðist í Árneshreppi á Ströndum, sérstakt framlag Byggðastofnunar hjálpar til að hægt sé að reka búðina í Norðurfirði.
En þetta er ekki séríslenskt vandamál. Í frétt á Vísi í haust var sagt frá litlum gámaverslunum með sjálfsafgreiðslu sem búið er að opna á nítján stöðum í fámennum byggðum í Svíþjóð. Vöruúrvalið virðist síst minna en víða hérlendis en sænsku gámabúðirnir bjóða upp á 500 mismunandi vörunúmer, þar á meðal kjöt, grænmeti og ís.
En gæti sænska leiðin gagnast í dreifbýli hérlendis? Viðbrögð Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur, sveitarstjóra Reykhólahrepps, má sjá í frétt Stöðvar 2: