Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 07:39 Það verður víða kalt í dag. Vísir/Vilhelm Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á landinu í dag, en seinnipartinn snýst í suðaustan kalda með dálítilli snjókomu suðvestantil. Hitakort Veðurstofunnar klukkan 13 í dag.Veðurstofan Þá verður austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið vestanvert á morgun, og sums staðar snjókoma við ströndina framan af degi. Frost núll til fimm stig. Hægari vindur og skýjað með köflum norðaustan- og austanlands, og þar verður heldur kaldara, en búast má við frosti á bilinu fimm til tólf stig. Það bætir svo í vind með slyddu eða snjókomu suðvestanlands annað kvöld. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu. Búið að opna eftir óveðrið en áfram er lítilsháttar éljagangur á Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 5, 2020 Mælir Veðurstofunnar á Dyngjujöklu mældi 19,5 stiga frost í nótt og þá var 14,7 stiga frost á Þingvöllum. Í Húsafelli var sextán stiga frost. Mesti hitinn mældist í Surtsey, 0,2 gráður. Veðurhorfur á landinu Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum í dag, en snýst í suðaustan 5-13 m/s með dálítilli snjókomu suðvestantil seinnipartinn. Frost 3 til 16 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið vestanvert á morgun, og sums staðar snjókoma við ströndina framan af degi. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur norðaustan- og austanlands, skýjað með köflum og frost 5 til 12 stig. Bætir í vind með snjókomu eða slyddu við suðvesturströndina annað kvöld. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið V-vert, og snjókoma með köflum við ströndina framan af degi. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur NA- og A-lands, víða bjartviðri og frost 5 til 13 stig. Á mánudag: Suðaustan 3-8 og úrkomulítið, en 8-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum V-til. Frost 2 til 10 stig, en frostlaust við S- og V-ströndina. Á þriðjudag: Hæg suðlæg átt og þurrt að kalla, en dálítil él S-lands. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið. Á miðvikudag: Suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum S- og V-lands. Hiti 0 til 6 stig. Á fimmtudag: Suðaustlæg átt og rigning, en þurrt NA-lands. Milt í veðri. Á föstudag: Útlit fyrir austlæga átt með dálítilli vætu um landið S-vert. Veður Tengdar fréttir Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01 Frost í Reykjavík jafngildi 16 stigum í trúlega mesta kuldakasti síðan 2013 Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is. Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag. 1. desember 2020 23:41 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á landinu í dag, en seinnipartinn snýst í suðaustan kalda með dálítilli snjókomu suðvestantil. Hitakort Veðurstofunnar klukkan 13 í dag.Veðurstofan Þá verður austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið vestanvert á morgun, og sums staðar snjókoma við ströndina framan af degi. Frost núll til fimm stig. Hægari vindur og skýjað með köflum norðaustan- og austanlands, og þar verður heldur kaldara, en búast má við frosti á bilinu fimm til tólf stig. Það bætir svo í vind með slyddu eða snjókomu suðvestanlands annað kvöld. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu. Búið að opna eftir óveðrið en áfram er lítilsháttar éljagangur á Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 5, 2020 Mælir Veðurstofunnar á Dyngjujöklu mældi 19,5 stiga frost í nótt og þá var 14,7 stiga frost á Þingvöllum. Í Húsafelli var sextán stiga frost. Mesti hitinn mældist í Surtsey, 0,2 gráður. Veðurhorfur á landinu Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum í dag, en snýst í suðaustan 5-13 m/s með dálítilli snjókomu suðvestantil seinnipartinn. Frost 3 til 16 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið vestanvert á morgun, og sums staðar snjókoma við ströndina framan af degi. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur norðaustan- og austanlands, skýjað með köflum og frost 5 til 12 stig. Bætir í vind með snjókomu eða slyddu við suðvesturströndina annað kvöld. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið V-vert, og snjókoma með köflum við ströndina framan af degi. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur NA- og A-lands, víða bjartviðri og frost 5 til 13 stig. Á mánudag: Suðaustan 3-8 og úrkomulítið, en 8-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum V-til. Frost 2 til 10 stig, en frostlaust við S- og V-ströndina. Á þriðjudag: Hæg suðlæg átt og þurrt að kalla, en dálítil él S-lands. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið. Á miðvikudag: Suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum S- og V-lands. Hiti 0 til 6 stig. Á fimmtudag: Suðaustlæg átt og rigning, en þurrt NA-lands. Milt í veðri. Á föstudag: Útlit fyrir austlæga átt með dálítilli vætu um landið S-vert.
Veður Tengdar fréttir Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01 Frost í Reykjavík jafngildi 16 stigum í trúlega mesta kuldakasti síðan 2013 Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is. Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag. 1. desember 2020 23:41 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01
Frost í Reykjavík jafngildi 16 stigum í trúlega mesta kuldakasti síðan 2013 Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is. Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag. 1. desember 2020 23:41