Sitja uppi með tífaldan málskostnað eftir að hafa neitað að greiða 80 þúsund króna skuld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 09:30 Málið má rekja til deilna um skuld vegna tjónaviðgerðar á bílaleigubíl. Vísir/Vilhelm Eignarhaldsfélagið Summus hefur verið dæmt til að greiða tryggingarfélaginu Verði 80 þúsund króna skuld sem félögin tókust á um fyrir dómi. Summus þarf einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað, tífalda þá upphæð sem deilt var um. Málið má rekja til þess að Vörður greiddi fyrir viðgerð á bíl í eigu Summus, sem rekur bílaleigu, varð fyrir tjóni. Kostnaður vegna viðgerðarinnar nam 414 þúsund krónum, þar af 80.184 krónur í virðisaukaskatt. Vörður krafði Summus um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum á þeim grundvelli að það væri á virðisaukaskattskrá. Félagið gæti því talið virðisaukaskattinn af viðgerðinni til innskatts hjá sér eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts. Miðað við þessa frádráttarheimild ætti að miða bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Þessu vildi Summus ekki una og kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær að innheimtutilraunir Varðar hafi ekki borið árangur. Sögðust aldrei hafa haft fjárhæðina undir höndum Málsvörn Summus byggðist einkum á því að félaginu væri ekki skylt að innskatta virðisaukaskatt sem falli á tryggingarfélagið vegna tjónsviðgerða á bíla sem væru í eigu félagsins, þó svo að það kynni að vera heimilt. Félagið hafi aldrei innskattað höfuðstól kröfunnar, umræddar 80 þúsund krónur, og félagið hafi því aldrei haft undir höndum þá fjárhæð sem tryggingafélagið krafðist. Tryggingarfélagið Vörður hafði betur.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að tjónþola beri skylda til þess að takmarka tjón sitt. Í því felist að honum beri að gæta þeirra úrræða sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum til þess að takmarka tjón sitt. Segir í niðurstöðunni að óumdeilt sé að Summus sé heimilt að telja virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði til innskatts. Taldi dómurinn það ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins að félaginu væri ekki skylt að nýta sér þessa heimild. Féllst dómurinn því á það að miða ætti bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Summus þarf því að greiða Verði umræddar 80 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 17. ágúst á síðasta ári til greiðsludags. Þá þarf félagið einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað vegna málsins, eða um tífalda þá upphæð sem deilt var um. Í fréttinni stóð í fyrstu að um tryggingafélagið Sjóvá hafi verið um að ræða. Það er rangt. Tryggingafélagið sem um ræðir er Vörður. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Málið má rekja til þess að Vörður greiddi fyrir viðgerð á bíl í eigu Summus, sem rekur bílaleigu, varð fyrir tjóni. Kostnaður vegna viðgerðarinnar nam 414 þúsund krónum, þar af 80.184 krónur í virðisaukaskatt. Vörður krafði Summus um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum á þeim grundvelli að það væri á virðisaukaskattskrá. Félagið gæti því talið virðisaukaskattinn af viðgerðinni til innskatts hjá sér eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts. Miðað við þessa frádráttarheimild ætti að miða bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Þessu vildi Summus ekki una og kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær að innheimtutilraunir Varðar hafi ekki borið árangur. Sögðust aldrei hafa haft fjárhæðina undir höndum Málsvörn Summus byggðist einkum á því að félaginu væri ekki skylt að innskatta virðisaukaskatt sem falli á tryggingarfélagið vegna tjónsviðgerða á bíla sem væru í eigu félagsins, þó svo að það kynni að vera heimilt. Félagið hafi aldrei innskattað höfuðstól kröfunnar, umræddar 80 þúsund krónur, og félagið hafi því aldrei haft undir höndum þá fjárhæð sem tryggingafélagið krafðist. Tryggingarfélagið Vörður hafði betur.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að tjónþola beri skylda til þess að takmarka tjón sitt. Í því felist að honum beri að gæta þeirra úrræða sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum til þess að takmarka tjón sitt. Segir í niðurstöðunni að óumdeilt sé að Summus sé heimilt að telja virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði til innskatts. Taldi dómurinn það ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins að félaginu væri ekki skylt að nýta sér þessa heimild. Féllst dómurinn því á það að miða ætti bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Summus þarf því að greiða Verði umræddar 80 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 17. ágúst á síðasta ári til greiðsludags. Þá þarf félagið einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað vegna málsins, eða um tífalda þá upphæð sem deilt var um. Í fréttinni stóð í fyrstu að um tryggingafélagið Sjóvá hafi verið um að ræða. Það er rangt. Tryggingafélagið sem um ræðir er Vörður. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira