Sex ástæður fyrir því að vinna launalaust Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 5. desember 2020 13:15 Á hverju ári starfa þúsundir einstaklinga algjörlega launalaust í hjálparsveitum, æskulýðssamtökum, stjórnmálahreyfingum, skátafélögum, hjálparstarfi, íþróttafélögum, rótarýklúbbum, kvenfélögum, hagsmunasamtökum, aktívisma, nemendaráðum, náttúruverndarfélögum, áhugaklúbbum og alls konar öðrum félögum þar sem starfsemin er borin uppi af gjafmildi sjálfboðaliða sem gefa tíma sinn í þágu starfsins. Líklegt er að flestir Íslendingar hafi starfað í sjálfboðaliðasamtökum á einhverjum tímapunkti og í tilefni dagsins langar mig að telja upp nokkrar jákvæðar ástæður þess að starfa sem sjálfboðaliði. Ein af ástæðunum fyrir því að ég legg líf mitt undir sjálfboðaliðastarf, er því... ...þú nærist á ástríðunni Flest sjálfboðaliðastörf eru tengd ástríðu einstaklingsins. Störfin stjórnast ekki af fjárhagslegum hvötum eða skipunum að ofan, heldur færðu rými til að elta það sem þú brennur fyrir. Sjálf brenn ég fyrir veraldlegu samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra og finn mér því farveg innan samtaka sem styðja þessi hugðarefni mín. Sem sjálfboðaliði fæ ég kikk út úr því að vinna að verkefnum þar sem unnið er að þeim markmiðum sem ég hef og ánægjunni sem fylgir því að ná árangri. Það eru næg laun fyrir mig. Að leggja hönd á plóg fyrir samfélagslega mikilvæg verkefni er gott fyrir hjartað, en það er líka gott... ...fyrir ferilskrána Ég held að fólk átti sig illa á því hvað sjálfboðaliðastörf eru veigamikill þáttur í hæfileikum og reynslu þeirra sem hafa tekið þau að sér. Ég lærði ekki á pivot-töflur í Excel í skólakerfinu heldur í skátastarfi. Launalaust hef ég skipulagt viðburði með þúsundum þátttakenda, lært markaðsfræði af hagsmunabaráttu og kosningaherferðum, starfað í teymum, byggt upp skipuheildir, lært að sigla um ólgusjó innri pólitíkur í félagasamtökum, skapað, skrifað og skolfið í skátaskálum með ungmennum yfir heila helgi. Atvinnulífið sér þetta stundum einungis sem áhugamál og áttar sig ekki á því hvaðan allir hæfileikar launþegans koma, en þeir eiga nefnilega oft uppruna sinn í áralangri reynslu af sjálfboðastörfum. En starf sjálfboðaliðans er ólíkt launaðri vinnu að því leyti að… ...sjálfboðaliðum má mistakast Sjálfboðaliðar hafa meira rými en launþegar til þess að taka að sér verkefni sem eru utan þess hæfnisviðs sem þeir eru vanir að starfa á og ögra þannig sjálfum sér til þess að læra nýja hluti með því einfaldlega að framkvæma þá. Þó þetta geri mannauðsstjórnun sjálfboðaliða oft talsvert flóknari en mannauðsstjórnun í hefðbundnu fyrirtæki, þá er þetta ótrúlega verðmætt tækifæri fyrir sjálfboðaliðann til að þroska hæfileika sína, finna sín mörk og prófa sig áfram. Þá fær sjálfboðaliðinn að nota skapandi hæfileika sína og hafa áhrif á verkefnin. Yfirleitt eru sjálfboðaliðastörf öruggt rými, þar sem þú finnur fyrir stuðningi jafningja en þarft ekki að keppa við árangursmælikvarða og efnahagslega pressu eins og í atvinnulífinu, því sjálfboðaliðasamtök gefa þér færi á… ...að tilheyra Í sjálfboðaliðasamtökum færð þú tækifæri til að umgangast fólk sem deilir sömu gildum og þú; fólk sem vill stefna að sömu markmiðum og gefa af sínum dýrmæta tíma til þess að vinna að verkefnum sem bæta samfélagið. Öll félög hafa sína menningu og sérkenni sem skapar ákveðna hópeflistilfinningu sem er svo mikilvæg. Í hópnum verða til ákveðin viðmið og þú þarft ekki lengur að vera vör um þig til að falla inn í hópinn; þú tilheyrir. Þó að félagið deili markmiðum og gildum þýðir það þó ekki að hópurinn sé ekki fjölbreyttur sem félaginu tilheyrir. Leiðirnar að markmiðunum eru margar og alls konar skoðanir rúmast innan félagasamtaka. En það að stefna að sama marki skapar tækifæri til að kynnast einstaklingum sem þú myndir annars ekki kynnast. Og það hefur óneitanlega í för með sér að… ...tengslanetið stækkar Þau eru óteljandi, tækifærin sem ég hef fengið í gegnum tengslanet mitt úr sjálfboðaliðasamtökum. Atvinnutilboð, verkefni, utanlandsferðir, stuðningur og ráðgjöf. Í stað þess að tengslanetið mitt afmarkist við fólk á mínu reki, í sömu mengjum samfélagsins og ég, hef ég átt þess kost að vinna verkefni með reynslumiklum ellilífeyrisþegum, hálaunuðum lögfræðingum, hugmyndaríkum öryrkjum, opinberum persónum, drífandi innflytjendum, eldklárum útlendingum og bara alls konar fólki sem ég myndi ekki endilega hafa tækifæri til að umgangast í mínu daglega lífi. Og það er einmitt það allra, allra besta við sjálfboðaliðastarf, því þar eignast þú… ...vini fyrir lífstíð Í þeim sjálfboðaliðasamtökum sem ég hef starfað hef ég fundið mína nánustu vini. Þar er fólkið sem ég hringi í þegar ég er leið og hóa saman þegar ég vil fagna. Þar er fólkið sem ég býð í brúðkaupið mitt, sem krefur mig um myndir af syni mínum, sem ég ferðast þúsundir kílómetra til að hitta; fólkið sem styður mig þegar ég er ráðalaus og sem ég elska mest í þessum heimi. Án sjálfboðaliðastarfs hefði ég sennilega aldrei hitt margt af þessu fólki og þetta eitt hefur breytt lífi mínu. Höfundur er verkefnastjóri fyrir skátahreyfinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Inga Auðbjörg K. Straumland Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Á hverju ári starfa þúsundir einstaklinga algjörlega launalaust í hjálparsveitum, æskulýðssamtökum, stjórnmálahreyfingum, skátafélögum, hjálparstarfi, íþróttafélögum, rótarýklúbbum, kvenfélögum, hagsmunasamtökum, aktívisma, nemendaráðum, náttúruverndarfélögum, áhugaklúbbum og alls konar öðrum félögum þar sem starfsemin er borin uppi af gjafmildi sjálfboðaliða sem gefa tíma sinn í þágu starfsins. Líklegt er að flestir Íslendingar hafi starfað í sjálfboðaliðasamtökum á einhverjum tímapunkti og í tilefni dagsins langar mig að telja upp nokkrar jákvæðar ástæður þess að starfa sem sjálfboðaliði. Ein af ástæðunum fyrir því að ég legg líf mitt undir sjálfboðaliðastarf, er því... ...þú nærist á ástríðunni Flest sjálfboðaliðastörf eru tengd ástríðu einstaklingsins. Störfin stjórnast ekki af fjárhagslegum hvötum eða skipunum að ofan, heldur færðu rými til að elta það sem þú brennur fyrir. Sjálf brenn ég fyrir veraldlegu samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra og finn mér því farveg innan samtaka sem styðja þessi hugðarefni mín. Sem sjálfboðaliði fæ ég kikk út úr því að vinna að verkefnum þar sem unnið er að þeim markmiðum sem ég hef og ánægjunni sem fylgir því að ná árangri. Það eru næg laun fyrir mig. Að leggja hönd á plóg fyrir samfélagslega mikilvæg verkefni er gott fyrir hjartað, en það er líka gott... ...fyrir ferilskrána Ég held að fólk átti sig illa á því hvað sjálfboðaliðastörf eru veigamikill þáttur í hæfileikum og reynslu þeirra sem hafa tekið þau að sér. Ég lærði ekki á pivot-töflur í Excel í skólakerfinu heldur í skátastarfi. Launalaust hef ég skipulagt viðburði með þúsundum þátttakenda, lært markaðsfræði af hagsmunabaráttu og kosningaherferðum, starfað í teymum, byggt upp skipuheildir, lært að sigla um ólgusjó innri pólitíkur í félagasamtökum, skapað, skrifað og skolfið í skátaskálum með ungmennum yfir heila helgi. Atvinnulífið sér þetta stundum einungis sem áhugamál og áttar sig ekki á því hvaðan allir hæfileikar launþegans koma, en þeir eiga nefnilega oft uppruna sinn í áralangri reynslu af sjálfboðastörfum. En starf sjálfboðaliðans er ólíkt launaðri vinnu að því leyti að… ...sjálfboðaliðum má mistakast Sjálfboðaliðar hafa meira rými en launþegar til þess að taka að sér verkefni sem eru utan þess hæfnisviðs sem þeir eru vanir að starfa á og ögra þannig sjálfum sér til þess að læra nýja hluti með því einfaldlega að framkvæma þá. Þó þetta geri mannauðsstjórnun sjálfboðaliða oft talsvert flóknari en mannauðsstjórnun í hefðbundnu fyrirtæki, þá er þetta ótrúlega verðmætt tækifæri fyrir sjálfboðaliðann til að þroska hæfileika sína, finna sín mörk og prófa sig áfram. Þá fær sjálfboðaliðinn að nota skapandi hæfileika sína og hafa áhrif á verkefnin. Yfirleitt eru sjálfboðaliðastörf öruggt rými, þar sem þú finnur fyrir stuðningi jafningja en þarft ekki að keppa við árangursmælikvarða og efnahagslega pressu eins og í atvinnulífinu, því sjálfboðaliðasamtök gefa þér færi á… ...að tilheyra Í sjálfboðaliðasamtökum færð þú tækifæri til að umgangast fólk sem deilir sömu gildum og þú; fólk sem vill stefna að sömu markmiðum og gefa af sínum dýrmæta tíma til þess að vinna að verkefnum sem bæta samfélagið. Öll félög hafa sína menningu og sérkenni sem skapar ákveðna hópeflistilfinningu sem er svo mikilvæg. Í hópnum verða til ákveðin viðmið og þú þarft ekki lengur að vera vör um þig til að falla inn í hópinn; þú tilheyrir. Þó að félagið deili markmiðum og gildum þýðir það þó ekki að hópurinn sé ekki fjölbreyttur sem félaginu tilheyrir. Leiðirnar að markmiðunum eru margar og alls konar skoðanir rúmast innan félagasamtaka. En það að stefna að sama marki skapar tækifæri til að kynnast einstaklingum sem þú myndir annars ekki kynnast. Og það hefur óneitanlega í för með sér að… ...tengslanetið stækkar Þau eru óteljandi, tækifærin sem ég hef fengið í gegnum tengslanet mitt úr sjálfboðaliðasamtökum. Atvinnutilboð, verkefni, utanlandsferðir, stuðningur og ráðgjöf. Í stað þess að tengslanetið mitt afmarkist við fólk á mínu reki, í sömu mengjum samfélagsins og ég, hef ég átt þess kost að vinna verkefni með reynslumiklum ellilífeyrisþegum, hálaunuðum lögfræðingum, hugmyndaríkum öryrkjum, opinberum persónum, drífandi innflytjendum, eldklárum útlendingum og bara alls konar fólki sem ég myndi ekki endilega hafa tækifæri til að umgangast í mínu daglega lífi. Og það er einmitt það allra, allra besta við sjálfboðaliðastarf, því þar eignast þú… ...vini fyrir lífstíð Í þeim sjálfboðaliðasamtökum sem ég hef starfað hef ég fundið mína nánustu vini. Þar er fólkið sem ég hringi í þegar ég er leið og hóa saman þegar ég vil fagna. Þar er fólkið sem ég býð í brúðkaupið mitt, sem krefur mig um myndir af syni mínum, sem ég ferðast þúsundir kílómetra til að hitta; fólkið sem styður mig þegar ég er ráðalaus og sem ég elska mest í þessum heimi. Án sjálfboðaliðastarfs hefði ég sennilega aldrei hitt margt af þessu fólki og þetta eitt hefur breytt lífi mínu. Höfundur er verkefnastjóri fyrir skátahreyfinguna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun