Ótrúleg endurkoma hjá Spánverjum á meðan Þýskaland og Pólland skildu jöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2020 19:15 Carmen Martin var mögnuð í liði Spánar í dag. EPA-EFE/HENNING BAGGER Tveimur spennandi leikjum var að ljúka á Evrópumótinu kvenna í handbolta nú rétt í þessu. Spánn vann Tékkland 27-24 eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik. Á sama tíma gerðu Þýskaland og Pólland jafntefli, 21-21. Í B-riðli mættust Spánn og Tékkland. Tékkar byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-11. Eitthvað hefur gerst í hálfleik hjá spænska liðinu en það kom tvíeflt til leiks í síðari hálfleik, vann sig hratt inn í leikinn og endaði á því að vinna leikinn með þriggja marka mun, lokatölur 27-24. Carmen Martin átti stórkostlegan leik í liði Spánar en hún skoraði 12 mörk úr 12 skotum. Þar á eftir kom Nerea Pena með fjögur mörk. Hjá Tékklandi var Marketa Jerabkova markahæst með átta mörk. WATCH: @caramela_88 scored 12/12 goals tonight - here are the best ones. She wins the @grundfos Player of the Match award #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/pYupNTAFz0— EHF EURO (@EHFEURO) December 7, 2020 Var þetta fyrsti sigur Spánverja á mótinu en Tékkar hafa tapað öllum sínum leikjum. Í D-riðli gerðu Þýskaland og Pólland jafntefli, lokatölur 21-21 í hnífjöfnum leik. Þýskalandi leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 9-8. Í þeim síðari var sóknarleikur beggja liða betri en Pólland vann hann 13-12 og leiknum lauk því með jafntefli, 21-21 eins og áður segir. WATCH: Luisa Schulze's best moments for @DHB_Teams tonight, leading to her @grundfos Player of the Match award pic.twitter.com/oUJtsGrrZg— EHF EURO (@EHFEURO) December 7, 2020 Marlene Zapf var markahæst í liði Þýskalands með fjögur mörk á meðan Aleksandra Rosiak var markahæst í liði Póllands, einnig með fjögur mörk. Þýskaland er nú með þrjú stig að loknum þremur leikjum en þetta var fyrsta stig Póllands. Bæði Þýskaland og Spánn komast upp úr riðlum sínum á meðan Pólverjar og Tékkar halda heim á leið. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Sjá meira
Í B-riðli mættust Spánn og Tékkland. Tékkar byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-11. Eitthvað hefur gerst í hálfleik hjá spænska liðinu en það kom tvíeflt til leiks í síðari hálfleik, vann sig hratt inn í leikinn og endaði á því að vinna leikinn með þriggja marka mun, lokatölur 27-24. Carmen Martin átti stórkostlegan leik í liði Spánar en hún skoraði 12 mörk úr 12 skotum. Þar á eftir kom Nerea Pena með fjögur mörk. Hjá Tékklandi var Marketa Jerabkova markahæst með átta mörk. WATCH: @caramela_88 scored 12/12 goals tonight - here are the best ones. She wins the @grundfos Player of the Match award #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/pYupNTAFz0— EHF EURO (@EHFEURO) December 7, 2020 Var þetta fyrsti sigur Spánverja á mótinu en Tékkar hafa tapað öllum sínum leikjum. Í D-riðli gerðu Þýskaland og Pólland jafntefli, lokatölur 21-21 í hnífjöfnum leik. Þýskalandi leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 9-8. Í þeim síðari var sóknarleikur beggja liða betri en Pólland vann hann 13-12 og leiknum lauk því með jafntefli, 21-21 eins og áður segir. WATCH: Luisa Schulze's best moments for @DHB_Teams tonight, leading to her @grundfos Player of the Match award pic.twitter.com/oUJtsGrrZg— EHF EURO (@EHFEURO) December 7, 2020 Marlene Zapf var markahæst í liði Þýskalands með fjögur mörk á meðan Aleksandra Rosiak var markahæst í liði Póllands, einnig með fjögur mörk. Þýskaland er nú með þrjú stig að loknum þremur leikjum en þetta var fyrsta stig Póllands. Bæði Þýskaland og Spánn komast upp úr riðlum sínum á meðan Pólverjar og Tékkar halda heim á leið.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða