Missti fóstur á dögunum en var hetja norska kvennalandsliðsins í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 09:31 Katrine Lunde var frábær í marki Norðmanna í gær. EPA-EFE/CLAUS FISKER Þórir Hergeirsson kallaði á reynsluboltann Katrine Lunde fyrir leik norska kvennalandsliðsins á móti Rúmeníu á EM í gærkvöldi. Hún var valin maður leiksins. Það eru margar ástæður fyrir því að Katrine Lunde ætti ekki að vera að spila með norska kvennalandsliðinu í handbolta í dag. Hún er auðvitað orðin fertug og búin að vinna allt á sínum ferli. Hún er líka nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu. Norski markvörðurinn Katrine Lunde ætlaði ekki að taka þátt í Evrópumótinu í handbolta því hún átti von á barni. Aðstæðurnar breyttust snögglega þegar hún missti fóstrið á dögunum. Katrine Lunde setti strax stefnuna á að koma sér í sitt besta handboltaform og æfði gríðarlega vel eftir að hún missti fóstrið. Lundes lange vei mot comebacket: Det har vært en tøff periode https://t.co/JhoIQ5mQ8a— VG Sporten (@vgsporten) December 7, 2020 Þórir Hergeirsson valdi Katrine Lunde ekki í upphaflega EM-hópinn sinn en hún var á bakvakt. Þórir gerði síðan breytingu á hópnum í gær og kallaði á reynsluboltann sinn. Það efast enginn um að Katrine Lunde er einn besti markvörður allra tíma og hún sýndi það í leiknum á móti Rúmeníu í gær að hún hefur engu gleymt. Katrine Lunde hefur unnið sjö gullverðlaun og alls þrettán verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu. Landsleikurinn í gær var númer þrjú hundruð en hún spilaði þann fyrsta árið 2002. Comeback-dronningen Katrine Lunde reddet Norge til 28-20 over Romania i EM https://t.co/xHgVJ26OZG— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 7, 2020 Katrine Lunde varði 15 skot í leiknum eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Hún varði líka 2 af 3 vítaköstum Rúmena. Það var jafnt í hálfleik en markvarsla Lunde í seinni hálfleik átti mikinn þátt í öruggum átta marka sigri. Eftir leikinn var Katrine Lunde síðan valin maður leiksins af mótshöldurum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. EM 2020 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira
Það eru margar ástæður fyrir því að Katrine Lunde ætti ekki að vera að spila með norska kvennalandsliðinu í handbolta í dag. Hún er auðvitað orðin fertug og búin að vinna allt á sínum ferli. Hún er líka nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu. Norski markvörðurinn Katrine Lunde ætlaði ekki að taka þátt í Evrópumótinu í handbolta því hún átti von á barni. Aðstæðurnar breyttust snögglega þegar hún missti fóstrið á dögunum. Katrine Lunde setti strax stefnuna á að koma sér í sitt besta handboltaform og æfði gríðarlega vel eftir að hún missti fóstrið. Lundes lange vei mot comebacket: Det har vært en tøff periode https://t.co/JhoIQ5mQ8a— VG Sporten (@vgsporten) December 7, 2020 Þórir Hergeirsson valdi Katrine Lunde ekki í upphaflega EM-hópinn sinn en hún var á bakvakt. Þórir gerði síðan breytingu á hópnum í gær og kallaði á reynsluboltann sinn. Það efast enginn um að Katrine Lunde er einn besti markvörður allra tíma og hún sýndi það í leiknum á móti Rúmeníu í gær að hún hefur engu gleymt. Katrine Lunde hefur unnið sjö gullverðlaun og alls þrettán verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu. Landsleikurinn í gær var númer þrjú hundruð en hún spilaði þann fyrsta árið 2002. Comeback-dronningen Katrine Lunde reddet Norge til 28-20 over Romania i EM https://t.co/xHgVJ26OZG— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 7, 2020 Katrine Lunde varði 15 skot í leiknum eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Hún varði líka 2 af 3 vítaköstum Rúmena. Það var jafnt í hálfleik en markvarsla Lunde í seinni hálfleik átti mikinn þátt í öruggum átta marka sigri. Eftir leikinn var Katrine Lunde síðan valin maður leiksins af mótshöldurum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna.
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira