Alþingi og utanríkismálin Kristján Guy Burgess skrifar 8. desember 2020 10:31 Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun