Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 16:04 Ísland vann tólf af 20 leikjum sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. Jón Þór segist hafa farið yfir strikið í samræðum sínum við leikmenn landsliðsins þegar hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði þá því að vera komið á EM 2022 í Englandi. Í yfirlýsingu frá KSÍ kemur fram að sambandið og Jón Þór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins. Í yfirlýsingu Jóns Þórs viðurkennir hann mistök sín í fögnuðinum í Ungverjalandi og segist hafa brugðist sem þjálfari íslenska liðsins. Jón Þór segir jafnframt að eftir samtöl við leikmenn væri ljóst að það yrði erfitt að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Því hafi það verið heillavænlegast að hann stigi frá borði. Yfirlýsing KSÍ Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson Jón Þór stýrði Íslandi í síðasta sinn þegar það vann Ungverjaland, 0-1, fyrir viku. Íslendingar enduðu í 2. sæti H-riðils undankeppni EM með nítján stig og komust inn á lokamótið sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Jón Þór tók við íslenska landsliðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018. Hann stýrði Íslandi í 20 leikjum; tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. Skagamaðurinn er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins frá upphafi. EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Jón Þór segist hafa farið yfir strikið í samræðum sínum við leikmenn landsliðsins þegar hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði þá því að vera komið á EM 2022 í Englandi. Í yfirlýsingu frá KSÍ kemur fram að sambandið og Jón Þór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins. Í yfirlýsingu Jóns Þórs viðurkennir hann mistök sín í fögnuðinum í Ungverjalandi og segist hafa brugðist sem þjálfari íslenska liðsins. Jón Þór segir jafnframt að eftir samtöl við leikmenn væri ljóst að það yrði erfitt að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Því hafi það verið heillavænlegast að hann stigi frá borði. Yfirlýsing KSÍ Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson Jón Þór stýrði Íslandi í síðasta sinn þegar það vann Ungverjaland, 0-1, fyrir viku. Íslendingar enduðu í 2. sæti H-riðils undankeppni EM með nítján stig og komust inn á lokamótið sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Jón Þór tók við íslenska landsliðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018. Hann stýrði Íslandi í 20 leikjum; tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. Skagamaðurinn er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins frá upphafi.
Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson
EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira