Vélin er af gerðinni Ilyushin Il-80 og hefur staðið á flugvellinum í hafnarborginni Taganrog síðan í upphafi síðasta árs. Viðgerðir standa yfir á vélinni.
Upp komst um innbrotið við reglubundna athugun en þjófarnir höfðu á brott með sér 39 hluti af fjarskiptabúnaði. Búnaðurinn var allur til staðar þegar athugun fór fram 26. nóvember.
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.
Il-80 vélarnar fjórar eru hannaðar til að gegna hlutverki stjórnstöðva ef kjarnorkustríð brýst út. Ef svo fer mun ein þeirra t.d. fljúga með forseta landsins innanborðs, sem mun m.a. getað skipulagt og fyrirskipað kjarnorkuárás frá vélinni.
Mikil leynd ríkir yfir hönnun vélanna en engir gluggar eru á þeim nema í stjórnklefanum og þá eru þær sagðar geta staðist högg frá kjarnorkusprengingu. Varnarmálaráðherrann Alexei Krivoruchko sagði í fyrra að unnið væri að uppfærslu vélanna.
Bandaríkin eiga og viðhalda flugvélaflota í sama tilgangi, þ.e. til að gegna hlutverki færanlegra stjórnstöðva, en bandarísku vélarnar heita E-4B Nightwatch.