Tölum saman – á Akureyri Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:01 Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Akureyri Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun