Þessi ummæli féllu ekki í góðan jarðveg hjá stuðningsmönnum United enda lét Raiola þessi ummæli falla degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hjá United.
Man. United féll út úr Meistaradeildinni eftir 3-2 tap gegn Leipzig í gærkvöldi, þar sem Pogba var m.a. á skotskónum, en eftir leikinn var Solskjær spurður út í leikmannahópinn.
„Hópurinn er fínn. Þeir eru lið og standa saman. Því fyrr sem umboðsmaður Pauls fattar að þetta er liðsíþrótt og við vinnum sem lið, því betra.“
Hann var svo spurður nánar út í ummælin og hvort að þeir, Pogba og Solskjær, hefðu rætt nánar ummæli umbans.
„Þetta er það síðasta sem ég mun segja varðandi þetta og ég vil ekki eyða orku í þetta.“
„Það sem við tölum um í bakherbergjunum er eitthvað sem ég mun ekki tala um. Ég ætla ekki að tala meira um umboðsmann Paul,“ sagði Ole Gunnar.
"As soon as Paul's agent realises this is a team sport, the better."
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 9, 2020
Ole Gunnar Solskjaer hit back at Mino Raiola in his post-match press conference last night, after Manchester United got knocked out of the Champions League.
More: https://t.co/gZ2uh1Fk3H pic.twitter.com/U0ohz1fmwV

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.