Eigendur Finnsku búðarinnar þurfa að greiða þrotabúinu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2020 11:00 Finnsku búðinni í Kringlunni var lokað í janúar 2019. Reitir Eigendur Finnsku búðarinnar sem rekin var í Kringlunni voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi búðarinnar um tíu milljónir króna. Um var að ræða greiðslur frá búðinni til eigendanna, sem þær skýrðu m.a. sem vangoldin laun. Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju. Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju.
Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira