Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2020 13:43 Björn Leifsson eigandi World Glass. Vísir/egill Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. Erindið, auk minnisblaðsins og erindi til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis frá 4. október, er birt á Facebook-síðu World Class í dag. Erindið er stílað á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þar segir Björn að tekjufallið af völdum lokunar líkamsræktarstöðva, í alls um fjóra mánuði á árinu, sé gríðarlegt en tekjufalls- og lokunarstyrkir bæti það einungis að takmörkuðu leyti. Þá segir hann að takmarka megi aðgang að stöðvunum og tryggja fjarlægðarmörk með einföldum hætti, auk annarra ráðstafana sem sóttvarnalæknir mælir með. Vegna nýrrar reglugerðar stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem hefur gildissvið frá 10. desember 2020...Posted by World Class Iceland on Miðvikudagur, 9. desember 2020 „Ég tek eftir því að í nálægum löndum eins og t.d. á Norðurlöndunum eru heilsuræktarstöðvar ekki lokaðar. Meira að segja í löndum þar sem ástand og útbreiðsla sóttarinnar hefur verið mun alvarlegri en hjá okkur, t.d. í Bretlandi, á það sama við,“ segir Björn. „Ég hef í vaxandi mæli spurt mig þeirrar spurningar af hverju það sama gildi ekki á Íslandi.“ Hann vísar því næst í álitsgerð tveggja lögmanna, þeirra Gests Jónssonar og Hilmars Gunnarssonar hjá Mörkinni lögmannsstofu. Telja ákvörðunina ekki lögmæta Þeir telja að ráðherra sé skylt að láta sömu sjónarmið ráða í ákvörðun um að opna rekstur heilsuræktarstöðva og í tilfelli sundstaða og annarrar íþróttaaðstöðu. Ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðvum lokuðum þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi sé ekki lögmæt. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru af því að heilsuræktarstöðvar landsins fái að hefja starfsemi að nýju fer ég þess á leit að slík ákvörðun verði tekin með þeim takmörkunum einum sem styðjast við málefnaleg rök,“ skrifar Björn í bréfinu. Í minnisblaði lögmannanna frá 2. desember er jafnframt vísað til þess þegar ákvæði reglugerðar heilbrigðisráðherra frá 19. október heimilaði opnun líkamsræktarstöðva „að uppfylltum ströngum skilyrðum“. Þá var niðurstaða ráðuneytisins á þá leið að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf. Líkamsræktarstöðvar máttu þannig bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum en margar hurfu þó frá ákvörðun um slíkt í kjölfar gagnrýni. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Birni það sem af er degi. Fleiri eru þó á sama máli og hann; Vísir greindi frá því í gær að eigendur líkamsræktarstöðva íhuguðu nú að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða. Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að skemmtistaða- og kráareigendur, sem hefur verið gert að hafa lokað síðan í haust, íhuguðu einnig slíka málsókn. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar nær samfellt síðan 4. október. Með sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag er útlit fyrir að stöðvarnar verði lokaðar áfram til 12. janúar hið minnsta. Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Erindið, auk minnisblaðsins og erindi til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis frá 4. október, er birt á Facebook-síðu World Class í dag. Erindið er stílað á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þar segir Björn að tekjufallið af völdum lokunar líkamsræktarstöðva, í alls um fjóra mánuði á árinu, sé gríðarlegt en tekjufalls- og lokunarstyrkir bæti það einungis að takmörkuðu leyti. Þá segir hann að takmarka megi aðgang að stöðvunum og tryggja fjarlægðarmörk með einföldum hætti, auk annarra ráðstafana sem sóttvarnalæknir mælir með. Vegna nýrrar reglugerðar stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem hefur gildissvið frá 10. desember 2020...Posted by World Class Iceland on Miðvikudagur, 9. desember 2020 „Ég tek eftir því að í nálægum löndum eins og t.d. á Norðurlöndunum eru heilsuræktarstöðvar ekki lokaðar. Meira að segja í löndum þar sem ástand og útbreiðsla sóttarinnar hefur verið mun alvarlegri en hjá okkur, t.d. í Bretlandi, á það sama við,“ segir Björn. „Ég hef í vaxandi mæli spurt mig þeirrar spurningar af hverju það sama gildi ekki á Íslandi.“ Hann vísar því næst í álitsgerð tveggja lögmanna, þeirra Gests Jónssonar og Hilmars Gunnarssonar hjá Mörkinni lögmannsstofu. Telja ákvörðunina ekki lögmæta Þeir telja að ráðherra sé skylt að láta sömu sjónarmið ráða í ákvörðun um að opna rekstur heilsuræktarstöðva og í tilfelli sundstaða og annarrar íþróttaaðstöðu. Ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðvum lokuðum þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi sé ekki lögmæt. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru af því að heilsuræktarstöðvar landsins fái að hefja starfsemi að nýju fer ég þess á leit að slík ákvörðun verði tekin með þeim takmörkunum einum sem styðjast við málefnaleg rök,“ skrifar Björn í bréfinu. Í minnisblaði lögmannanna frá 2. desember er jafnframt vísað til þess þegar ákvæði reglugerðar heilbrigðisráðherra frá 19. október heimilaði opnun líkamsræktarstöðva „að uppfylltum ströngum skilyrðum“. Þá var niðurstaða ráðuneytisins á þá leið að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf. Líkamsræktarstöðvar máttu þannig bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum en margar hurfu þó frá ákvörðun um slíkt í kjölfar gagnrýni. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Birni það sem af er degi. Fleiri eru þó á sama máli og hann; Vísir greindi frá því í gær að eigendur líkamsræktarstöðva íhuguðu nú að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða. Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að skemmtistaða- og kráareigendur, sem hefur verið gert að hafa lokað síðan í haust, íhuguðu einnig slíka málsókn. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar nær samfellt síðan 4. október. Með sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag er útlit fyrir að stöðvarnar verði lokaðar áfram til 12. janúar hið minnsta.
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53