Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2020 21:00 Gífurlegar fjárhæðir eru notaðar í spilakassa á hverju ári. Árið 2018 notuðu Íslendingar yfir tólf milljarða í kassana. Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. Þegar maðurinn hringir í 1717 eða aðalnúmer RKÍ þá nær hann ekki í gegn því það er lokað á númerið hans. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir það hafa verið algjört neyðarúrræði og mikla undantekningu. Hún segir manninn hafa hringt allt upp í þrjú hundruð sinnum á einni nóttu, stoppað allt innflæði og haft í hótunum við sjálfboðaliða og starfsfólk. Vernda hafi þurft fólkið enda sé Hjálparsíminn ekki til þess gerður að ræða rekstur RKÍ á spilakössum. Maðurinn sem um ræðir hafnar því alfarið að hafa haft í hótunum. Enda myndi það þá vera lögreglumál. Hann hafi aftur á móti ítrekað neitað að fara úr húsi Rauða krossins fyrr en einhver væri tilbúinn að ræða fjáröflun RKÍ með spilakössum við hann og hvernig kassarnir hafa rústað líf hans. Lögregla hafi þurft að fylgja honum úr húsi. RKÍ á hluta í Íslandsspilum ásamt Landsbjörg og SÁÁ, sem reka spilakassa víða um land. Spilafíklar sem sögðu sögu sína í Kompás sögðu að lokun spilasala í samkomubanni hafi gjörbreytt lífi þeirra. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir stöðu Rauða krossins vera aðra en annarra hjálparsamtaka þar sem fjármunir spilafíkla séu hluti af fjáröflun samtakanna. „Þetta eru ekki frjáls framlög, fólk er ekki að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja. Rauði kross Íslands getur ekki firrað sig ábyrgð, þetta eru afleiðingarnar. Menn verða bara að taka því eða hætta,“ segir Alma. Tilkynna málið en ekki sópa því undir teppi Kristín neitar fyrir að Rauði krossinn sé beggja vegna borðs, græði á spilakössum en á sama tíma veiti neyðaraðstoð í hjálparsíma þar sem margir spilafíklar leita aðstoðar. Alma er ósammála því og bendir á að SÁÁ ætli að draga sig út úr rekstrinum því hann samræmist ekki gildum samtakanna. „En af hverju samræmist þetta gildum Rauða krossins, Landsbjargar og Happdrætti Háskóla Íslands? Eru þau eitthvað ósiðlegri en SÁÁ?“ Alma er formaður áhugafólks um spilafíkn. Hún segir Rauða krossinn hafa sett sig í erfiða stöðu og það sé grafalvarlegt að óþægilegir spilafíklar séu settir í bann.vísir/arnar Alma segir að tilkynna hefði átt mál mannsins, sem var bannaður vegna hegðunar sinnar, til löggjafans sem veitir leyfi til reksturs spilakassa. „Því að löggjafinn treystir Rauða krossinum fyrir þessari starfsemi. Svo er rétt að taka fram að þótt löggjafinn gefi leyfi þá er ekki þar með sagt að Rauði krossinn þurfi að nýta það leyfi, síður en svo. Rauði krossinn getur alltaf haft frumkvæðið og sagt við löggjafann að þeir vilji ekki svona peninga,“ segir Alma. Kristín bendir á að allt íþróttastarf, mannúðarstarf og neyðarvarnir séu fjármagnaðar með getraunum, lottó, lengju, happdrætti, spilakössum og svo mætti lengi telja. Það sé löng hefð fyrir því hér á landi. „Ef við viljum breyta því og taka upp þá umræðu þá er Rauði krossinn til í það og eigendur Íslandsspila.“ Óskastaðan að fjármagn væri tryggt Þá hafi spilakassar verið mikilvæg fjáröflun samtakanna í fimmtíu ár. Rekstur á spilakössum hafi þó lengi verið umdeildur innan samtakanna. „Þetta er tilfinningamál en allir skilja að við þurfum þessa fjáröflun til að standa undir verkefnum. Við erum að fara að halda áfram að reka Íslandsspil, það er engin breyting framundan í því.“ Væruð þið til í að fá fjármuni öðruvísi? „Að sjálfsögðu værum við til í að fá fjármuni annars staðar frá og tryggja óeyrnamerkt fjármagn til Rauða krossins,“ svarar Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir tvo hafa verið setta í bann hjá Hjálparsímanum á síðustu fimm árum. Slíkt sé algjört neyðarúrræðivísir/arnar Þannig fjármagni RKÍ ýmis verkefni sem ekki séu bundin þjónustusamningi. Kristín tekur fram Rauða krossinn ásamt Íslandsspilum hafi alltaf lagt áherslu á forvarnir, að ráðast þurfi að rót vandans sem sé fíknin sjálf í stað þess að loka eða banna spilakassa og einnig hafi þau talað fyrir spilakortum, sem takmarki upphæð sem fólk noti í kassana, en fyrir daufum eyrum. Framkvæmdin sé í höndum stjórnvalda. Hver væri óskastaðan? „Að tryggja fjármagn til verkefna Rauða krossins. Það er óskastaðan. Ef við getum tryggt fjármuni fyrir þessum nauðsynlegu verkefnum sem við erum að sinna fyrir samfélagið, stjórnvöld og almenning. Þá erum við sátt,“ segir Kristín og bætir við að við séum föst í umræðunni um spilakassa og fólk sem á við spilavanda að etja. „Við náum engum árangri nema við setjumst niður og ræðum úrræðin. Úrræði fyrir þá sem hafa ekki stjórn á spilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum spilafíkilsins sem um ræðir þar sem hann hafnar alfarið að hafa haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða RKÍ. Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Tvítugir að tapa milljónum í íþróttaveðmálum Miklar áhyggjur eru af íþróttaveðmálum ungra karlmanna. Dæmi eru um að tvítugir menn tapi mörgum milljónum á netinu. Engin sérhæfð spilafíklameðferð er í boði á Íslandi. 3. desember 2020 20:03 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Þegar maðurinn hringir í 1717 eða aðalnúmer RKÍ þá nær hann ekki í gegn því það er lokað á númerið hans. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir það hafa verið algjört neyðarúrræði og mikla undantekningu. Hún segir manninn hafa hringt allt upp í þrjú hundruð sinnum á einni nóttu, stoppað allt innflæði og haft í hótunum við sjálfboðaliða og starfsfólk. Vernda hafi þurft fólkið enda sé Hjálparsíminn ekki til þess gerður að ræða rekstur RKÍ á spilakössum. Maðurinn sem um ræðir hafnar því alfarið að hafa haft í hótunum. Enda myndi það þá vera lögreglumál. Hann hafi aftur á móti ítrekað neitað að fara úr húsi Rauða krossins fyrr en einhver væri tilbúinn að ræða fjáröflun RKÍ með spilakössum við hann og hvernig kassarnir hafa rústað líf hans. Lögregla hafi þurft að fylgja honum úr húsi. RKÍ á hluta í Íslandsspilum ásamt Landsbjörg og SÁÁ, sem reka spilakassa víða um land. Spilafíklar sem sögðu sögu sína í Kompás sögðu að lokun spilasala í samkomubanni hafi gjörbreytt lífi þeirra. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir stöðu Rauða krossins vera aðra en annarra hjálparsamtaka þar sem fjármunir spilafíkla séu hluti af fjáröflun samtakanna. „Þetta eru ekki frjáls framlög, fólk er ekki að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja. Rauði kross Íslands getur ekki firrað sig ábyrgð, þetta eru afleiðingarnar. Menn verða bara að taka því eða hætta,“ segir Alma. Tilkynna málið en ekki sópa því undir teppi Kristín neitar fyrir að Rauði krossinn sé beggja vegna borðs, græði á spilakössum en á sama tíma veiti neyðaraðstoð í hjálparsíma þar sem margir spilafíklar leita aðstoðar. Alma er ósammála því og bendir á að SÁÁ ætli að draga sig út úr rekstrinum því hann samræmist ekki gildum samtakanna. „En af hverju samræmist þetta gildum Rauða krossins, Landsbjargar og Happdrætti Háskóla Íslands? Eru þau eitthvað ósiðlegri en SÁÁ?“ Alma er formaður áhugafólks um spilafíkn. Hún segir Rauða krossinn hafa sett sig í erfiða stöðu og það sé grafalvarlegt að óþægilegir spilafíklar séu settir í bann.vísir/arnar Alma segir að tilkynna hefði átt mál mannsins, sem var bannaður vegna hegðunar sinnar, til löggjafans sem veitir leyfi til reksturs spilakassa. „Því að löggjafinn treystir Rauða krossinum fyrir þessari starfsemi. Svo er rétt að taka fram að þótt löggjafinn gefi leyfi þá er ekki þar með sagt að Rauði krossinn þurfi að nýta það leyfi, síður en svo. Rauði krossinn getur alltaf haft frumkvæðið og sagt við löggjafann að þeir vilji ekki svona peninga,“ segir Alma. Kristín bendir á að allt íþróttastarf, mannúðarstarf og neyðarvarnir séu fjármagnaðar með getraunum, lottó, lengju, happdrætti, spilakössum og svo mætti lengi telja. Það sé löng hefð fyrir því hér á landi. „Ef við viljum breyta því og taka upp þá umræðu þá er Rauði krossinn til í það og eigendur Íslandsspila.“ Óskastaðan að fjármagn væri tryggt Þá hafi spilakassar verið mikilvæg fjáröflun samtakanna í fimmtíu ár. Rekstur á spilakössum hafi þó lengi verið umdeildur innan samtakanna. „Þetta er tilfinningamál en allir skilja að við þurfum þessa fjáröflun til að standa undir verkefnum. Við erum að fara að halda áfram að reka Íslandsspil, það er engin breyting framundan í því.“ Væruð þið til í að fá fjármuni öðruvísi? „Að sjálfsögðu værum við til í að fá fjármuni annars staðar frá og tryggja óeyrnamerkt fjármagn til Rauða krossins,“ svarar Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir tvo hafa verið setta í bann hjá Hjálparsímanum á síðustu fimm árum. Slíkt sé algjört neyðarúrræðivísir/arnar Þannig fjármagni RKÍ ýmis verkefni sem ekki séu bundin þjónustusamningi. Kristín tekur fram Rauða krossinn ásamt Íslandsspilum hafi alltaf lagt áherslu á forvarnir, að ráðast þurfi að rót vandans sem sé fíknin sjálf í stað þess að loka eða banna spilakassa og einnig hafi þau talað fyrir spilakortum, sem takmarki upphæð sem fólk noti í kassana, en fyrir daufum eyrum. Framkvæmdin sé í höndum stjórnvalda. Hver væri óskastaðan? „Að tryggja fjármagn til verkefna Rauða krossins. Það er óskastaðan. Ef við getum tryggt fjármuni fyrir þessum nauðsynlegu verkefnum sem við erum að sinna fyrir samfélagið, stjórnvöld og almenning. Þá erum við sátt,“ segir Kristín og bætir við að við séum föst í umræðunni um spilakassa og fólk sem á við spilavanda að etja. „Við náum engum árangri nema við setjumst niður og ræðum úrræðin. Úrræði fyrir þá sem hafa ekki stjórn á spilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum spilafíkilsins sem um ræðir þar sem hann hafnar alfarið að hafa haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða RKÍ.
Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Tvítugir að tapa milljónum í íþróttaveðmálum Miklar áhyggjur eru af íþróttaveðmálum ungra karlmanna. Dæmi eru um að tvítugir menn tapi mörgum milljónum á netinu. Engin sérhæfð spilafíklameðferð er í boði á Íslandi. 3. desember 2020 20:03 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01
Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31
Tvítugir að tapa milljónum í íþróttaveðmálum Miklar áhyggjur eru af íþróttaveðmálum ungra karlmanna. Dæmi eru um að tvítugir menn tapi mörgum milljónum á netinu. Engin sérhæfð spilafíklameðferð er í boði á Íslandi. 3. desember 2020 20:03
Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52