Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Man City og Marseille þá skoruðu heimamenn þrívegis í síðari hálfleik. Mörkin gerðu þeir Ferran Torres, Sergio Agüero og Raheem Sterling.
16 - Manchester City progressed from the Champions League group stage with 16 points the joint-most among English sides in a single group stage in the competition (along with Arsenal in 05-06, Man Utd in 07-08 and Tottenham in 17-18). Experts. pic.twitter.com/TxRtiKKlGx
— OptaJoe (@OptaJoe) December 9, 2020
Lokatölur 3-0 og City endaði á toppi C-riðils. Í hinum leik riðilsins vann Porto 2-0 sigur á Olympiakos í Grikklandi.
Í A-riðli unnu Bayern og Atlético þægilega 2-0 sigra. Bayern, sem eru ríkjandi meistarar, unnu Lokomotiv Moskvu þökk sé mörkum Niklas Süle og Eric Maxim Choupo-Moting. Hjá Atlético skoruðu Mario Hermoso og Yannick Carrasco í þægilegum útisigri á Salzburg í Austurríki.
Bæjararar unnu riðilinn örugglega en Atlético þurfti allavega stig í kvöld til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.