Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 06:48 Á meðal þess sem ætti nú að heyra sögunni til með nýrri reglugerð eru raðir líkt og þessi fyrir utan Líf og list í Smáralind á dögunum en verslanir mega nú taka á móti mun fleiri viðskiptavinum en heimilt hefur verið undanfarið. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. Samkvæmt reglunum mega sundlaugar og aðrir baðstaðir opna, æfingar fullorðinna í efstu deild í íþróttum innan ÍSÍ mega hefjast sem og sviðslistir og aðrir menningarviðburðir með takmörkunum þó. Enn er tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Þá skal nota grímu í þeim aðstæðum þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Börn fædd eftir 2005 eru þó undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskyldu. Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Wednesday, December 9, 2020 Þá mega verslanir taka á móti fimm viðskiptavinum fyrir hverja tíu fermetra en þó að hámarki 100 manns. Veitingastaðir mega hafa fimmtán viðskiptavini inni í einu og vera með opið til klukkan 22 en þó ekki taka á móti nýjum kúnnum eftir klukkan 21. Líkamsræktarstöðvum, börum og skemmtistöðum er áfram gert að hafa lokað. Endurskoðunarákvæði er í þessari reglugerð, líkt og öðrum um sóttvarnaráðstafanir, sem kveða á um að stjórnvöld eigi að endurskoða þörfina á takmörkunum eftir því sem efni standa til, hvort heldur sé um að ræða auknar tilslakanir eða hertar aðgerðir. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytis: Fjöldatakmörkun: miðast áfram við 10 manns en með ákveðnum undantekningum Börn: Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar. Verslanir: Allar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns. Veitingastaðir: Heimilt verður að taka við 15 viðskiptavinum í rými. Heimilt verður að hafa opið til kl. 22.00 en ekki má taka á móti nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00. Sund og baðstaðir: Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Aðrar íþróttir: Öllum er heimilt að stunda skipulagðar æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða heimilir með allt að 30 manns á sviði, þ.e. æfingar og sýningar. Heimilt verður að taka á móti allt að 50 sitjandi gestum og þeim skylt að nota grímu og allt að 100 börnum fæddum 2005 og síðar. Hvorki hlé né áfengissala heimil. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Jarðarfarir: Hámarksfjöldi í jarðarförum verður 50 manns. Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember næstkomandi til 12. janúar 2021. Breytingar á takmörkun skólastarfs: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember til 31. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Samkvæmt reglunum mega sundlaugar og aðrir baðstaðir opna, æfingar fullorðinna í efstu deild í íþróttum innan ÍSÍ mega hefjast sem og sviðslistir og aðrir menningarviðburðir með takmörkunum þó. Enn er tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Þá skal nota grímu í þeim aðstæðum þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Börn fædd eftir 2005 eru þó undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskyldu. Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Wednesday, December 9, 2020 Þá mega verslanir taka á móti fimm viðskiptavinum fyrir hverja tíu fermetra en þó að hámarki 100 manns. Veitingastaðir mega hafa fimmtán viðskiptavini inni í einu og vera með opið til klukkan 22 en þó ekki taka á móti nýjum kúnnum eftir klukkan 21. Líkamsræktarstöðvum, börum og skemmtistöðum er áfram gert að hafa lokað. Endurskoðunarákvæði er í þessari reglugerð, líkt og öðrum um sóttvarnaráðstafanir, sem kveða á um að stjórnvöld eigi að endurskoða þörfina á takmörkunum eftir því sem efni standa til, hvort heldur sé um að ræða auknar tilslakanir eða hertar aðgerðir. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytis: Fjöldatakmörkun: miðast áfram við 10 manns en með ákveðnum undantekningum Börn: Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar. Verslanir: Allar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns. Veitingastaðir: Heimilt verður að taka við 15 viðskiptavinum í rými. Heimilt verður að hafa opið til kl. 22.00 en ekki má taka á móti nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00. Sund og baðstaðir: Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Aðrar íþróttir: Öllum er heimilt að stunda skipulagðar æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða heimilir með allt að 30 manns á sviði, þ.e. æfingar og sýningar. Heimilt verður að taka á móti allt að 50 sitjandi gestum og þeim skylt að nota grímu og allt að 100 börnum fæddum 2005 og síðar. Hvorki hlé né áfengissala heimil. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Jarðarfarir: Hámarksfjöldi í jarðarförum verður 50 manns. Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember næstkomandi til 12. janúar 2021. Breytingar á takmörkun skólastarfs: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember til 31. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira