Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 08:15 Starship SN8 sprakk í loft upp við lendingu en of lítið eldsneyti var eftir í eldflauginni svo hún gat ekki hægt ferðina nægjanlega mikið. AP/SpaceX Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. SN8 er um 50 metra hátt og er stærsta frumgerð Starship sem starfsmenn SpaceX hafa byggt hingað til. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Fyrr í gær hafði sjálfvirkur skynjari stöðvað tilraunaskotið rétt rúmri sekúndu áður en skjóta átti geimfarinu á loft. Sjá einnig: Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir tilraunaskotið hafa heppnast vel. Á Twitter sagði hann að ástæða þess að SN8 hafi lent svo harkalega að það sprakk í loft upp, vera að of lítill þrýstingur hafi verið í eldsneytistanki geimfarsins. Því hafi ekki tekist að hægja nægilega á því. Hins vegar hafi starfsmenn SpaceX fengið öll þau gögn úr tilraunaskotinu sem þau þurftu. Þá bendir Musk á að hreyflar geimfarsins hafi reynst vel og sömuleiðis vængbörð þess. Fyrir tilraunaskotið hafði hann sagt að það væru einungis um þriðjungslíkur á því að þeim heppnaðist að lenda geimfarinu. Myndband af tilraunaskotinu má sjá hér að neðan. Starship landing flip maneuver pic.twitter.com/QuD9HwZ9CX— SpaceX (@SpaceX) December 10, 2020 Mars, here we come!!— Elon Musk (@elonmusk) December 9, 2020 SpaceX Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast. 9. desember 2020 08:31 Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. 8. desember 2020 12:57 Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Sjá meira
SN8 er um 50 metra hátt og er stærsta frumgerð Starship sem starfsmenn SpaceX hafa byggt hingað til. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Fyrr í gær hafði sjálfvirkur skynjari stöðvað tilraunaskotið rétt rúmri sekúndu áður en skjóta átti geimfarinu á loft. Sjá einnig: Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir tilraunaskotið hafa heppnast vel. Á Twitter sagði hann að ástæða þess að SN8 hafi lent svo harkalega að það sprakk í loft upp, vera að of lítill þrýstingur hafi verið í eldsneytistanki geimfarsins. Því hafi ekki tekist að hægja nægilega á því. Hins vegar hafi starfsmenn SpaceX fengið öll þau gögn úr tilraunaskotinu sem þau þurftu. Þá bendir Musk á að hreyflar geimfarsins hafi reynst vel og sömuleiðis vængbörð þess. Fyrir tilraunaskotið hafði hann sagt að það væru einungis um þriðjungslíkur á því að þeim heppnaðist að lenda geimfarinu. Myndband af tilraunaskotinu má sjá hér að neðan. Starship landing flip maneuver pic.twitter.com/QuD9HwZ9CX— SpaceX (@SpaceX) December 10, 2020 Mars, here we come!!— Elon Musk (@elonmusk) December 9, 2020
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast. 9. desember 2020 08:31 Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. 8. desember 2020 12:57 Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Sjá meira
Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast. 9. desember 2020 08:31
Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. 8. desember 2020 12:57
Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01
SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00