Botna ekkert í af hverju uppákoman í Ungverjalandi var ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2020 12:01 Úr fögnuðinum fræga eftir að ljóst var að íslenska kvennalandsliðið væri komið á EM 2023. Strákarnir í Sportinu í dag furðuðu sig á því að atvikið í Ungverjalandi í síðustu viku hafi ekki verið rætt á stjórnarfundi KSÍ. Í fyrradag greindi Fréttablaðið frá því að uppákoman í Ungverjalandi, sem varð til þess að Jón Þór Hauksson missti starf sitt sem þjálfari kvennalandsliðsins, hafi ekki verið rædd á fundi stjórnar KSÍ á föstudaginn, þrátt fyrir að Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, sem var með í ferðinni, hafi setið fundinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi að honum hafi ekki þótt við hæfi að ræða uppákomuna í Ungverjalandi á stjórnarfundinum á föstudaginn. Um væri að ræða viðkvæmt starfsmannamál og starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um það. „Ástæðan fyrir því að málið var ekki rætt var einfaldlega sú að það var viðkvæmt og persónulegt starfsmannamál sem snéri einnig að nokkrum leikmönnum og enn var verið að safna upplýsingum um það hvað raunverulega gerðist,“ sagði Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. „Er ekki allt fært til bókar sem kemur fram á stjórnarfundum? Þar situr Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sem var með í þessari ferð og lagði blessun sína yfir þessa áfengisdrykkju og þennan fögnuð sem fór af stað eftir leikinn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. „Maður spyr sig, af hverju ekki? Er það virkilega boðlegt, ef rétt er, að stjórn KSÍ heyri af svona máli í fjölmiðlum en ekki starfsfólki sambandsins sem var á staðnum. Við verðum að gefa okkur það því Borghildur hefur farið með veggjum síðan þetta mál kom upp og ekkert tjáð sig. Hún er í trúnaðarstöðu hjá KSÍ og var í þessari ferð. Mér finnst ekki vera boðlegt að hún sleppi því að tjá sig.“ Jón Þór hætti sem þjálfari kvennalandsliðsins í fyrradag og sagðist hafa gert mistök þegar hann ræddi við leikmenn undir áhrifum áfengis þegar Ísland fagnaði því að vera komið á EM 2023. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, þarf nú að finna nýja þjálfara fyrir bæði karla- og kvennalandslið Íslands í fótbolta. Hlusta má á Sportið í dag hér fyrir neðan. Umræðan um stjórnarfund KSÍ hefst á 15:00. KSÍ Tengdar fréttir Fannst ekki við hæfi að ræða málið í Ungverjalandi á stjórnarfundi Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að honum hafi ekki fundist við hæfi að ræða atvikið gerðist í Ungverjalandi á stjórnarfundi þar sem starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um málið. Einnig hafi máli verið viðkvæmt starfsmannamál. 10. desember 2020 08:01 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26 Hver á að taka við kvennalandsliðinu? Hver á að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem er án þjálfara? Vísir fer yfir líklega kosti í stöðunni. 9. desember 2020 11:30 Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar. 9. desember 2020 08:02 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Í fyrradag greindi Fréttablaðið frá því að uppákoman í Ungverjalandi, sem varð til þess að Jón Þór Hauksson missti starf sitt sem þjálfari kvennalandsliðsins, hafi ekki verið rædd á fundi stjórnar KSÍ á föstudaginn, þrátt fyrir að Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, sem var með í ferðinni, hafi setið fundinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi að honum hafi ekki þótt við hæfi að ræða uppákomuna í Ungverjalandi á stjórnarfundinum á föstudaginn. Um væri að ræða viðkvæmt starfsmannamál og starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um það. „Ástæðan fyrir því að málið var ekki rætt var einfaldlega sú að það var viðkvæmt og persónulegt starfsmannamál sem snéri einnig að nokkrum leikmönnum og enn var verið að safna upplýsingum um það hvað raunverulega gerðist,“ sagði Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. „Er ekki allt fært til bókar sem kemur fram á stjórnarfundum? Þar situr Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sem var með í þessari ferð og lagði blessun sína yfir þessa áfengisdrykkju og þennan fögnuð sem fór af stað eftir leikinn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. „Maður spyr sig, af hverju ekki? Er það virkilega boðlegt, ef rétt er, að stjórn KSÍ heyri af svona máli í fjölmiðlum en ekki starfsfólki sambandsins sem var á staðnum. Við verðum að gefa okkur það því Borghildur hefur farið með veggjum síðan þetta mál kom upp og ekkert tjáð sig. Hún er í trúnaðarstöðu hjá KSÍ og var í þessari ferð. Mér finnst ekki vera boðlegt að hún sleppi því að tjá sig.“ Jón Þór hætti sem þjálfari kvennalandsliðsins í fyrradag og sagðist hafa gert mistök þegar hann ræddi við leikmenn undir áhrifum áfengis þegar Ísland fagnaði því að vera komið á EM 2023. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, þarf nú að finna nýja þjálfara fyrir bæði karla- og kvennalandslið Íslands í fótbolta. Hlusta má á Sportið í dag hér fyrir neðan. Umræðan um stjórnarfund KSÍ hefst á 15:00.
KSÍ Tengdar fréttir Fannst ekki við hæfi að ræða málið í Ungverjalandi á stjórnarfundi Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að honum hafi ekki fundist við hæfi að ræða atvikið gerðist í Ungverjalandi á stjórnarfundi þar sem starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um málið. Einnig hafi máli verið viðkvæmt starfsmannamál. 10. desember 2020 08:01 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26 Hver á að taka við kvennalandsliðinu? Hver á að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem er án þjálfara? Vísir fer yfir líklega kosti í stöðunni. 9. desember 2020 11:30 Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar. 9. desember 2020 08:02 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Fannst ekki við hæfi að ræða málið í Ungverjalandi á stjórnarfundi Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að honum hafi ekki fundist við hæfi að ræða atvikið gerðist í Ungverjalandi á stjórnarfundi þar sem starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um málið. Einnig hafi máli verið viðkvæmt starfsmannamál. 10. desember 2020 08:01
Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07
„Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26
Hver á að taka við kvennalandsliðinu? Hver á að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem er án þjálfara? Vísir fer yfir líklega kosti í stöðunni. 9. desember 2020 11:30
Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar. 9. desember 2020 08:02
Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59
Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04