Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 11:28 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í sumar þar sem kynntar voru 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. „Í núverandi stöðu þá er markmiðið sem er sameiginlegt með Íslandi, Evrópusambandinu og Noregi 40 prósenta samdráttur og þar af er Ísland með um 29 prósenta markmið. Við lýsum þessu yfir núna, að þetta markmið fari úr 40 prósentum í 55 prósent, og það þýðir auðvitað að hlutur Íslands eykst en það liggur ekki endanlega fyrir hvert endanlegt markmið fyrir Ísland verður en þetta endurspeglar að það fer töluvert upp okkar,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín segir að íslensk stjórnvöld vilji gera betur í þessum málum og standa sig vel. „Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna getum við farið hæglega yfir 40 prósenta markmiðið í samdrætti í losun. Það teljum við að sé hægt að gera meðal annars með þeim aðgerðum sem við kynntum núna í júní þar sem eru kynntar 48 aðgerðir sem við teljum í raun og veru að við munum ná fara umfram markmiðið sem gengumst undir í Parísarsáttmálanum en til þess að ná þessu markmiði um 55 prósentin þá munum við þurfa að gera enn betur og efla aðgerðir okkar enn frekar. Krafan á Ísland hefur verið um 29 prósent inn í 40 prósenta markmiðinu. Hún yrði einhvers staðar á bilinu 40 til 45 prósent ef evrópska heildarmarkmiðið yrði hækkað upp í 55 prósent,“ segir Katrín. Eins og áður segir er nú gerð krafa um að minnsta kosti 29 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Um er að ræða losun sem fellur utan hins svokallað ETS-kerfis en losun innan ETS hvað Ísland varðar er einkum á sviði stóriðju og flugs. Þar bera fyrirtækin sjálf ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. „Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í morgun. Þannig hefur til dæmis lágmarksframlag Grikklands verið 16 prósent miðað við árið 2005, Noregs 40 prósent, Tékklands 14 prósent og Þýskalands 38 prósent. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ bara gæsahúð“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira
„Í núverandi stöðu þá er markmiðið sem er sameiginlegt með Íslandi, Evrópusambandinu og Noregi 40 prósenta samdráttur og þar af er Ísland með um 29 prósenta markmið. Við lýsum þessu yfir núna, að þetta markmið fari úr 40 prósentum í 55 prósent, og það þýðir auðvitað að hlutur Íslands eykst en það liggur ekki endanlega fyrir hvert endanlegt markmið fyrir Ísland verður en þetta endurspeglar að það fer töluvert upp okkar,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín segir að íslensk stjórnvöld vilji gera betur í þessum málum og standa sig vel. „Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna getum við farið hæglega yfir 40 prósenta markmiðið í samdrætti í losun. Það teljum við að sé hægt að gera meðal annars með þeim aðgerðum sem við kynntum núna í júní þar sem eru kynntar 48 aðgerðir sem við teljum í raun og veru að við munum ná fara umfram markmiðið sem gengumst undir í Parísarsáttmálanum en til þess að ná þessu markmiði um 55 prósentin þá munum við þurfa að gera enn betur og efla aðgerðir okkar enn frekar. Krafan á Ísland hefur verið um 29 prósent inn í 40 prósenta markmiðinu. Hún yrði einhvers staðar á bilinu 40 til 45 prósent ef evrópska heildarmarkmiðið yrði hækkað upp í 55 prósent,“ segir Katrín. Eins og áður segir er nú gerð krafa um að minnsta kosti 29 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Um er að ræða losun sem fellur utan hins svokallað ETS-kerfis en losun innan ETS hvað Ísland varðar er einkum á sviði stóriðju og flugs. Þar bera fyrirtækin sjálf ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. „Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í morgun. Þannig hefur til dæmis lágmarksframlag Grikklands verið 16 prósent miðað við árið 2005, Noregs 40 prósent, Tékklands 14 prósent og Þýskalands 38 prósent.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ bara gæsahúð“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira