Sérhagsmunir í „upphæðum“ Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. desember 2020 13:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra. Fjármálaeftirlitið: Einn af lærdómum fjármálahrunsins er mikilvægi þess að skýr skil séu á milli þeirra sem fara með eftirlit og þeirra sem hafa tæki til að tryggja fjármálastöðugleika. Þessi lærdómur var hunsaður að hálfu stjórnarflokkanna með samþykkt laga um Seðlabankann þar sem Fjármálaeftirlitið er sameinað Seðlabanka. Áhyggjur af mikilli orðsporsáhættu fyrir seðlabanka sem sinnir viðskiptaháttaeftirliti ekki úr lausu lofti gripnar. Skemmst er að minnast þess hvernig fór þegar Seðlabankanum var falið gjaldeyriseftirlit og hvernig fór í máli Seðlabankans og fyrirtækisins Samherja. Traust á seðlabanka er afar mikilvægt og í litlu landi getur verið stutt í að deilur verði persónulegar og það sem skaðar orðspor seðlabankastjóra skaðar einnig orðspor bankans. Í öllum hinum norrænu ríkjunum er fjármálaeftirlitið í sjálfstæðri stofnun. Samkeppniseftirlitið: Á lokadögum síðasta þings keyrði ríkisstjórnin í gegn frumvarp sem veikir Samkeppniseftirlitið þegar nærtækara væri að styrkja það í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Stjórnarandstaðan knúði fram breytingartillögur sem drógu lítillega úr skaðanum sem annars hefði orðið með lagasetningunni. En eftir stendur að með lögunum var verið að auðvelda samruna stórra fyrirtækja og fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Veiking Samkeppniseftirlitsins gengur augljóslega gegn hag almennings. Skattrannsóknarstjóri: Í gær mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi um að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra og gera skattrannsóknir að deild hjá Ríkisskattsstjóra. Með því er verið að draga tennurnar úr skattrannsóknum hér á landi. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Í stað þess að leggja embættið niður ætti að styrkja það og veita ákæruvald til að forðast tvíverknað í kerfinu. Ríki sem við viljum bera okkur saman við eru að reyna að samtvinna annars vegar sérþekkingu á skattarétti og hins vegar skilvirkni ákærumeðferðar. Peningaþvætti tengist oft skattsvikum og skattalagabrot ein helstu frumbrot peningaþvættis. Rannsókn peningaþvættisbrota er samkvæmt lögum á hendi héraðssaksóknara. Vegna þess hve mjög peningaþvættisbrot tvinnast saman við frumbrot liggur hins vegar vel við að rannsaka peningaþvætti vegna skattsvika samhliða þeim skattalagabrotum sem um ræðir. Hefur þeirri skipan einmitt nýlega verið komið á í Svíþjóð. Í Panama-skjölunum voru Íslendingar fjölmennir og rannsókn þeirra flókin og margþátta. Samherjaskjölin kalla á rannsókn á flóknum millifærslum og skoðun í minnst þremur löndum. Og svo höfum við ekki staðið okkur vel í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það er augljóst að það þarf að efla rannsóknir á skattalagabrotum og fráleitt að leggja af embætti Skattrannsóknarstjóra. Þessi ráðstöfun en þó í fullkomnu samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem dregur úr eftirliti með þeim sem sýsla með peninga og reka stærstu fyrirtækin. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Seðlabankinn Skattar og tollar Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra. Fjármálaeftirlitið: Einn af lærdómum fjármálahrunsins er mikilvægi þess að skýr skil séu á milli þeirra sem fara með eftirlit og þeirra sem hafa tæki til að tryggja fjármálastöðugleika. Þessi lærdómur var hunsaður að hálfu stjórnarflokkanna með samþykkt laga um Seðlabankann þar sem Fjármálaeftirlitið er sameinað Seðlabanka. Áhyggjur af mikilli orðsporsáhættu fyrir seðlabanka sem sinnir viðskiptaháttaeftirliti ekki úr lausu lofti gripnar. Skemmst er að minnast þess hvernig fór þegar Seðlabankanum var falið gjaldeyriseftirlit og hvernig fór í máli Seðlabankans og fyrirtækisins Samherja. Traust á seðlabanka er afar mikilvægt og í litlu landi getur verið stutt í að deilur verði persónulegar og það sem skaðar orðspor seðlabankastjóra skaðar einnig orðspor bankans. Í öllum hinum norrænu ríkjunum er fjármálaeftirlitið í sjálfstæðri stofnun. Samkeppniseftirlitið: Á lokadögum síðasta þings keyrði ríkisstjórnin í gegn frumvarp sem veikir Samkeppniseftirlitið þegar nærtækara væri að styrkja það í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Stjórnarandstaðan knúði fram breytingartillögur sem drógu lítillega úr skaðanum sem annars hefði orðið með lagasetningunni. En eftir stendur að með lögunum var verið að auðvelda samruna stórra fyrirtækja og fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Veiking Samkeppniseftirlitsins gengur augljóslega gegn hag almennings. Skattrannsóknarstjóri: Í gær mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi um að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra og gera skattrannsóknir að deild hjá Ríkisskattsstjóra. Með því er verið að draga tennurnar úr skattrannsóknum hér á landi. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Í stað þess að leggja embættið niður ætti að styrkja það og veita ákæruvald til að forðast tvíverknað í kerfinu. Ríki sem við viljum bera okkur saman við eru að reyna að samtvinna annars vegar sérþekkingu á skattarétti og hins vegar skilvirkni ákærumeðferðar. Peningaþvætti tengist oft skattsvikum og skattalagabrot ein helstu frumbrot peningaþvættis. Rannsókn peningaþvættisbrota er samkvæmt lögum á hendi héraðssaksóknara. Vegna þess hve mjög peningaþvættisbrot tvinnast saman við frumbrot liggur hins vegar vel við að rannsaka peningaþvætti vegna skattsvika samhliða þeim skattalagabrotum sem um ræðir. Hefur þeirri skipan einmitt nýlega verið komið á í Svíþjóð. Í Panama-skjölunum voru Íslendingar fjölmennir og rannsókn þeirra flókin og margþátta. Samherjaskjölin kalla á rannsókn á flóknum millifærslum og skoðun í minnst þremur löndum. Og svo höfum við ekki staðið okkur vel í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það er augljóst að það þarf að efla rannsóknir á skattalagabrotum og fráleitt að leggja af embætti Skattrannsóknarstjóra. Þessi ráðstöfun en þó í fullkomnu samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem dregur úr eftirliti með þeim sem sýsla með peninga og reka stærstu fyrirtækin. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun