Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2020 20:16 Arnar Þór á hliðarlínunni. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu dróst í dag í riðil með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlakeppni EM U21 sem fer fram í Ungverjalandi á næsta ári. „Frakkarnir eru frábærir og Danirnir eru það líka. Rússarnir eru með aðeins fleiri íbúa en við Íslendingar svo þetta verður stórt verkefni en þetta verður erfitt verkefni,“ sagði Arnar Þór. „Við förum inn í riðilinn með það markmið að stríða hinum liðunum. Auðvitað viljum við fara áfram. Við settum okkar það markmið fyrir undankeppnina að fara á lokakeppnina. Sem þjálfari og leikmaður fer maður ekki inn í svona riðil með þann hugsunarhátt að vera bara með. Við erum ekki þar. Við ætlum að ná í stig og reyna fara áfram en það er stærra markmiðið að halda áfram að þróa leikmenn.“ Arnar benti á hvað gerðist eftir EM 2011 er leikmenn eins og Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson fóru með íslenska U21 árs landsliðinu á EM. „Við sáum árið 2011 hvað þetta getur verið mikilvægt fyrir framtíðina. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa búið til þennan vettvang, þennan stökkpall fyrir sjálfan sig, til þess að taka næsta skref á sínum ferli. Bæði sem lið fyrir Ísland og fyrir sjálfan sig sem einstakling. Markmiðið er að sjálfsögðu að fara áfram en við erum með önnur markmið og þeir eru meira framtíðar.“ Leikur Ísland þróaðist mikið í riðlakeppninni og undir lokin var liðið að ná í úrslit sem það hefði kannski ekki gert í upphafi riðilsins. „Bæði ég og Eiður höfum rætt mikið er að eftir fyrsta árið 2019 þá áttum við góða kafla í leikjum en gátum ekki klárað á því. Til að mynda úti á Ítalíu. Spiluðum vel en töpuðum 3-0. Núna síðasta haust þá vorum við orðnir meira þroskaðir og sáum það gegn Ítalíu hérna heima. Við erum að spila á móti liði þar sem eru margir frábærir leikmenn. Þeir eru aldir upp við það að vinna. Strákarnir okkar og liðið var komið á þann stað að þeir höndluðu þetta alveg. Það er mikilvægt að hafa þennan stíganda í þessu eins og þú segir.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, kom inn á það að undanfarin ár hafi vantað hraða og styrk. „Sá fljótasti undanfarin ár kemur frá Jamaíka. Við eigum einn sem er að hluta til frá Jamaíka og það er Mikael Anderson. Hann er öskufljótur en þetta er ekki í okkar DNA. Við þurfum að spila út frá okkar styrkleikum og nota okkar styrki, sama í hvaða íþrótt það er. Við gerum þetta mjög vel frá liðsheildinni og frá því sem við erum góðir í.“ Klippa: Sportpakkinn - Arnar um U21 riðilinn KSÍ Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu dróst í dag í riðil með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlakeppni EM U21 sem fer fram í Ungverjalandi á næsta ári. „Frakkarnir eru frábærir og Danirnir eru það líka. Rússarnir eru með aðeins fleiri íbúa en við Íslendingar svo þetta verður stórt verkefni en þetta verður erfitt verkefni,“ sagði Arnar Þór. „Við förum inn í riðilinn með það markmið að stríða hinum liðunum. Auðvitað viljum við fara áfram. Við settum okkar það markmið fyrir undankeppnina að fara á lokakeppnina. Sem þjálfari og leikmaður fer maður ekki inn í svona riðil með þann hugsunarhátt að vera bara með. Við erum ekki þar. Við ætlum að ná í stig og reyna fara áfram en það er stærra markmiðið að halda áfram að þróa leikmenn.“ Arnar benti á hvað gerðist eftir EM 2011 er leikmenn eins og Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson fóru með íslenska U21 árs landsliðinu á EM. „Við sáum árið 2011 hvað þetta getur verið mikilvægt fyrir framtíðina. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa búið til þennan vettvang, þennan stökkpall fyrir sjálfan sig, til þess að taka næsta skref á sínum ferli. Bæði sem lið fyrir Ísland og fyrir sjálfan sig sem einstakling. Markmiðið er að sjálfsögðu að fara áfram en við erum með önnur markmið og þeir eru meira framtíðar.“ Leikur Ísland þróaðist mikið í riðlakeppninni og undir lokin var liðið að ná í úrslit sem það hefði kannski ekki gert í upphafi riðilsins. „Bæði ég og Eiður höfum rætt mikið er að eftir fyrsta árið 2019 þá áttum við góða kafla í leikjum en gátum ekki klárað á því. Til að mynda úti á Ítalíu. Spiluðum vel en töpuðum 3-0. Núna síðasta haust þá vorum við orðnir meira þroskaðir og sáum það gegn Ítalíu hérna heima. Við erum að spila á móti liði þar sem eru margir frábærir leikmenn. Þeir eru aldir upp við það að vinna. Strákarnir okkar og liðið var komið á þann stað að þeir höndluðu þetta alveg. Það er mikilvægt að hafa þennan stíganda í þessu eins og þú segir.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, kom inn á það að undanfarin ár hafi vantað hraða og styrk. „Sá fljótasti undanfarin ár kemur frá Jamaíka. Við eigum einn sem er að hluta til frá Jamaíka og það er Mikael Anderson. Hann er öskufljótur en þetta er ekki í okkar DNA. Við þurfum að spila út frá okkar styrkleikum og nota okkar styrki, sama í hvaða íþrótt það er. Við gerum þetta mjög vel frá liðsheildinni og frá því sem við erum góðir í.“ Klippa: Sportpakkinn - Arnar um U21 riðilinn
KSÍ Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira