Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2020 13:48 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti lyfinu markaðsleyfi í síðasta lagi 29. desember. Tekið er fram í tilkynningu ráðuneytisins að líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem getur haft áhrif á forgangsröðunina, samanber reglugerð þar að lútandi. Tryggðir hafa verið samningar af Íslands hálfu við tvo bóluefnaframleiðendur, Pfizer og AstraZeneca, og sá þriðji er í burðarliðnum, að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningu frá 3. desember kom fram að fyrir lægju drög að samningi við lyfjafyrirtækin Moderna og Janssen (Johnson & Johnson). Samtals tryggja samningarnir þrír bóluefni fyrir rúmlega 280.000 einstaklinga en komið hefur fram að bólusetja þurfi allt að 250 þúsund manns hér á landi til að ná hjarðónæmi. Áætlun og tölvukerfi í burðarliðnum Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja og samræma bólusetningu á landsvísu og stefnt er að því að birta áætlun um bólusetningu í næstu viku. Í áætluninni munu m.a. koma fram upplýsingar um forgangsröðun við bólusetningu, hvar bólusetning mun fara fram með hliðsjón af því magni sem berst hverju sinni, hvernig fólk verður boðað í bólusetningu og skráning þess. Þá er nú þegar farið að setja inn upplýsingar um bólusetningu á vefinn Covid.is og fyrirhugað er að kynna skipulag bólusetningar þar þegar áætlun liggur fyrir. Einnig er unnið að þróun á tölvukerfi til að styðja við bólusetningar. Kerfið byggir á því kerfi sem þróað hefur verið fyrir skimun á landamærum en er núna notað fyrir nær allar Covid-sýnatökur hér á landi. Kerfið verður notað til að bjóða stærri hópum í bólusetningu með skilaboðum í Heilsuveru og strikamerkjum. Kerfið mun einnig styðja við utanumhald stærri og smærri forgangshópa. Áætlað er að fyrsta útgáfa kerfisins verði tilbúin til notkunar þriðjudaginn 15. desember nk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti lyfinu markaðsleyfi í síðasta lagi 29. desember. Tekið er fram í tilkynningu ráðuneytisins að líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem getur haft áhrif á forgangsröðunina, samanber reglugerð þar að lútandi. Tryggðir hafa verið samningar af Íslands hálfu við tvo bóluefnaframleiðendur, Pfizer og AstraZeneca, og sá þriðji er í burðarliðnum, að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningu frá 3. desember kom fram að fyrir lægju drög að samningi við lyfjafyrirtækin Moderna og Janssen (Johnson & Johnson). Samtals tryggja samningarnir þrír bóluefni fyrir rúmlega 280.000 einstaklinga en komið hefur fram að bólusetja þurfi allt að 250 þúsund manns hér á landi til að ná hjarðónæmi. Áætlun og tölvukerfi í burðarliðnum Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja og samræma bólusetningu á landsvísu og stefnt er að því að birta áætlun um bólusetningu í næstu viku. Í áætluninni munu m.a. koma fram upplýsingar um forgangsröðun við bólusetningu, hvar bólusetning mun fara fram með hliðsjón af því magni sem berst hverju sinni, hvernig fólk verður boðað í bólusetningu og skráning þess. Þá er nú þegar farið að setja inn upplýsingar um bólusetningu á vefinn Covid.is og fyrirhugað er að kynna skipulag bólusetningar þar þegar áætlun liggur fyrir. Einnig er unnið að þróun á tölvukerfi til að styðja við bólusetningar. Kerfið byggir á því kerfi sem þróað hefur verið fyrir skimun á landamærum en er núna notað fyrir nær allar Covid-sýnatökur hér á landi. Kerfið verður notað til að bjóða stærri hópum í bólusetningu með skilaboðum í Heilsuveru og strikamerkjum. Kerfið mun einnig styðja við utanumhald stærri og smærri forgangshópa. Áætlað er að fyrsta útgáfa kerfisins verði tilbúin til notkunar þriðjudaginn 15. desember nk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31