Opið bréf til ráðherra allra barna Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar skrifa 11. desember 2020 14:30 Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sema Erla Serdar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar