„Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. desember 2020 07:52 Gísli Guðmundsson frá Strax Group í Þýskalandi Vísir/Vilhelm Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. „Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju. Við hittumst í kaffi í London sumarið 2019. Við vorum saman í bekk í Versló í þrjú ár þannig erum góðir vinir. Vorum bara að spjalla um framtíðarverkefni hjá henni og þá enduðum við á því að tala um að hana skorti almennileg heyrnatól fyrir ræktina. Síðan hefur þetta bara þróast þaðan,“ segir Gísli Guðmundsson hjá S/XI Innovation, dótturfyrirtæki STRAX, sem um þessar mundir er langt komið í þróun á nýrri vöru undir vörumerkjaheitinu Dóttir. Varan eru heyrnartólin sem Gísli nefnir hér að framan. Verkefnið fékk nýverið 50 milljóna króna styrk frá breskum stjórnvöldum. „Við stefnum að því að hefja sölu á netinu næsta vor,” segir Gísli um áformin. STRAX var stofnað af Ingva T. Tómassyni í Miami árið 1995. Forstjóri fyrirtækisins er Guðmundur Pálsson. Höfuðstöðvar STRAX eru í Þýskalandi en skrifstofur Strax eru í tíu löndum. Fljótlega eftir bankahrun fór STRAX að leggja áherslu á vöruþróun til að auka framlegð. Í samstarfi við Katrínu Tönju og Annie Mist Gísli, Katrín Tanja og Annie Mist vinna saman að vöruþróun heyrnartólana Dóttir. Að sögn Gísla er vöruþróun heyrnartólanna unnin í samstarfi við Katrínu Tönju og Annie Mist. Hann segir aðkomuna þeirra mjög mikilvæga. Samstarfið við Katrínu Tönju og Annie Mist er gríðarlega mikilvægt bæði þegar það kemur að markaðssetningu og vöruþróun. Við höfum fengið þær til að prófa vöruna og gefa okkur endurgjöf í gegnum ferlið og munum halda því áfram. Við munum ekki hefja sölu á vörunni fyrr en þær gefa grænt ljós,“ segir Gísli. Hann segir samstarfið við þær einnig mikilvægt þegar kemur að sölu og markaðssetningu. „Við höfum byggt vörumerkishönnunin í kringum þeirra sögu. Þaðan kemur Dóttir tengingin inn í þetta. Enda er „Dóttir” mjög þekkt innan CrossFit hreyfingarinnar,“ segir Gísli og bætir við: „Markaðssetningin mun líka byggja mikið á útgangspunktinum valdefling kvenna (e. female empowerment) og í kringum einbeitingu og gleði sem kemur frá þeim. Þetta eru allt atriði sem Katrín, Annie og við hjá STRAX viljum standa fyrir.“ Þá segir Gísli frægðarsól Katrínar og Annie ótrúlega mikla. Það komi sér vel. Svo eru þær báðar með mjög stór tengslanet, með nokkur milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum og með gríðarleg sambönd inn í íþróttaheiminn. Katrín var til dæmis nýlega á lista yfir „Most Marketable Athletes in the World” og var númer 45 á þeim lista. Það eru algjör forréttindi að geta unnið með þeim,“ segir Gísli. Heyrnartólin Dóttir fara í sölu á netinu næsta vor en eru enn í vöruþróun. Salan mest á netinu Nýverið fékk verkefnið 50 milljóna króna vöruþróunarstyrk frá breskum stjórnvöldum. Umsóknin fyrir þann styrk var unnin með aðstoð Evris og ráðgjafafyrirtækinu Inspiralia á Íslandi. Næsta vor er áætlað að varan fari á markað og sala hefjist í Bretlandi, á Íslandi og í Bandaríkjunum. Gísli segir skýringuna á því hvers vegna salan fer ekki af stað í fleiri löndum til að byrja með skýrast af því að fyrir tónlistina sem hlustað er á með heyrnartólunum, þurfa að liggja fyrir samningar við útgefendur í hverju landi fyrir sig. „Ef salan gengur vel í upphafi þá munum við byrja að víkka út dreifinguna eins hratt og við getum. Stefnan er samt að salan fari að mestu leyti bara fram á netinu með mjög markvissri og vel skilgreindri markaðssetningu á markhópum,“ segir Gísli.Gísli er bjartsýnn á góðar viðtökur heyrnartólanna. Enda hefur STRAX þróað ýmiss önnur vörumerki þar sem vel hefur tekist til. Nefnir hann sem dæmi vörumerkin XQISIT, CLCKR og AVO+. Þá hefur STRAX einnig keypt vörumerki og þróað þau áfram. Til dæmis vörumerkin Urbanista og GEAR4. Þá felst mikið forskot í samstarfinu við Katrínu Tönju og Annie. Með því að hafa þær inn í þessu þá náum við að byggja upp trúverðugleika og traust með viðskiptavinum miklu fyrr í ferlinu og hjálpar okkur að byggja vonandi upp samfélag í kringum vörumerkið.“ Gísli segir heimsfaraldurinn hafa kennt sér mikið um þolinmæði.Vísir/Vilhelm Covid haft áhrif Gísli segist hafa lært mikið af því ferli sem felst í vöruþróun. Ekki síst á tímum Covid. „Það er allt hægt án þess að ferðast en það hefði mögulega flýtt fyrir að geta ferðast og hitt samstarfsaðila, að minnsta kosti í upphafi til að byggja upp sambönd,“ segir Gísli. Hann segir samstarfsaðila verkefnisins víða í heiminum. Til dæmis í Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu og í Kína. „Þannig það hefði hjálpað mikið í upphafi að hittast í eigin persónu. Hef einmitt verið að taka myndir í gegnum ferlið og meirihlutinn af myndunum eru skjáskot frá Zoom fundum,“ segir Gísli um ástandið á tímum heimsfaraldurs. En þolinmæðin þrautina vinnur alla. „Annars er helsti lærdómurinn örugglega sá að það er nauðsynlegt að vera þolinmóður og heppinn. Svona ferli tekur alltaf lengri tíma en maður heldur og sumt í ferlinu hefði ekki verið hægt ef við hefðum ekki þekkt einhvern sem þekkti einhvern sem gat bent okkur í réttu átt. Ég er mjög stjórnsamur þannig þolinmæðis-lærdómurinn hefur verið mjög góður fyrir mig.“ Íslenskt hugvit og fyrirmyndir Sjálfur hefur Gísli starfað hjá STRAX frá árinu 2015. „Ég byrjaði hjá STRAX sumarið 2015, var þá að koma úr skiptinámi í Ástralíu þar sem ég var að læra iðnaðarverkfræði. Kærastan var að flytja aftur til Íslands en ég vildi ekki fara heim strax. Ég var heppinn að það var akkúrat laus spennandi staða hjá STRAX sem hentaði mér,“ segir Gísli. Starfið var í vöruþróun og þannig leiddi eitt af öðru þar til hann fór að vinna að þróun hugmyndar þeirra Katrínar Tönju. Á síðustu fimm árunum hefur Gísli, sem er sonur Guðmundar forstjóra, starfað hjá STRAX í nokkrum löndum. „Ég hef unnið hjá STRAX í Köln, Shenzhen, Hong Kong og núna London. Mögulega hægt að telja Miami með, ef „Take your child to work day” er talið þegar ég var svona tíu ára gamall,“ segir Gísli. Gísli segir að í gegnum árin hafi fjöldi Íslendinga sem starfað hafi hjá STRAX verið mikill. Um tíma hafi Íslendingar verið um tíu talsins en í aðdraganda kórónufaraldursins voru þeir þrír, hann, faðir hans og Ingvi stofnandi. En fyrst vörumerkið heitir Dóttir er ekki úr vegi að spyrja aðeins um það, hversu mikil tenging er við Ísland almennt í vöruþróun eða starfsemi STRAX. „Tengingin við Ísland almennt ekki mikil fyrir utan nafnið á félaginu, STRAX. Að minnsta kosti hefur það ekki verið síðustu misserin eða þar til við fórum af stað með Dóttir-verkefnið,“ segir Gísli en bætir við: Við munum reyna tengja Dóttir við Ísland að einhverju leiti en við viljum ekki endilega að landið sjálft heldur að fókusinn sé á Katrínu og Annie og allar þær sterku kvenfyrirmyndir sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju. Við hittumst í kaffi í London sumarið 2019. Við vorum saman í bekk í Versló í þrjú ár þannig erum góðir vinir. Vorum bara að spjalla um framtíðarverkefni hjá henni og þá enduðum við á því að tala um að hana skorti almennileg heyrnatól fyrir ræktina. Síðan hefur þetta bara þróast þaðan,“ segir Gísli Guðmundsson hjá S/XI Innovation, dótturfyrirtæki STRAX, sem um þessar mundir er langt komið í þróun á nýrri vöru undir vörumerkjaheitinu Dóttir. Varan eru heyrnartólin sem Gísli nefnir hér að framan. Verkefnið fékk nýverið 50 milljóna króna styrk frá breskum stjórnvöldum. „Við stefnum að því að hefja sölu á netinu næsta vor,” segir Gísli um áformin. STRAX var stofnað af Ingva T. Tómassyni í Miami árið 1995. Forstjóri fyrirtækisins er Guðmundur Pálsson. Höfuðstöðvar STRAX eru í Þýskalandi en skrifstofur Strax eru í tíu löndum. Fljótlega eftir bankahrun fór STRAX að leggja áherslu á vöruþróun til að auka framlegð. Í samstarfi við Katrínu Tönju og Annie Mist Gísli, Katrín Tanja og Annie Mist vinna saman að vöruþróun heyrnartólana Dóttir. Að sögn Gísla er vöruþróun heyrnartólanna unnin í samstarfi við Katrínu Tönju og Annie Mist. Hann segir aðkomuna þeirra mjög mikilvæga. Samstarfið við Katrínu Tönju og Annie Mist er gríðarlega mikilvægt bæði þegar það kemur að markaðssetningu og vöruþróun. Við höfum fengið þær til að prófa vöruna og gefa okkur endurgjöf í gegnum ferlið og munum halda því áfram. Við munum ekki hefja sölu á vörunni fyrr en þær gefa grænt ljós,“ segir Gísli. Hann segir samstarfið við þær einnig mikilvægt þegar kemur að sölu og markaðssetningu. „Við höfum byggt vörumerkishönnunin í kringum þeirra sögu. Þaðan kemur Dóttir tengingin inn í þetta. Enda er „Dóttir” mjög þekkt innan CrossFit hreyfingarinnar,“ segir Gísli og bætir við: „Markaðssetningin mun líka byggja mikið á útgangspunktinum valdefling kvenna (e. female empowerment) og í kringum einbeitingu og gleði sem kemur frá þeim. Þetta eru allt atriði sem Katrín, Annie og við hjá STRAX viljum standa fyrir.“ Þá segir Gísli frægðarsól Katrínar og Annie ótrúlega mikla. Það komi sér vel. Svo eru þær báðar með mjög stór tengslanet, með nokkur milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum og með gríðarleg sambönd inn í íþróttaheiminn. Katrín var til dæmis nýlega á lista yfir „Most Marketable Athletes in the World” og var númer 45 á þeim lista. Það eru algjör forréttindi að geta unnið með þeim,“ segir Gísli. Heyrnartólin Dóttir fara í sölu á netinu næsta vor en eru enn í vöruþróun. Salan mest á netinu Nýverið fékk verkefnið 50 milljóna króna vöruþróunarstyrk frá breskum stjórnvöldum. Umsóknin fyrir þann styrk var unnin með aðstoð Evris og ráðgjafafyrirtækinu Inspiralia á Íslandi. Næsta vor er áætlað að varan fari á markað og sala hefjist í Bretlandi, á Íslandi og í Bandaríkjunum. Gísli segir skýringuna á því hvers vegna salan fer ekki af stað í fleiri löndum til að byrja með skýrast af því að fyrir tónlistina sem hlustað er á með heyrnartólunum, þurfa að liggja fyrir samningar við útgefendur í hverju landi fyrir sig. „Ef salan gengur vel í upphafi þá munum við byrja að víkka út dreifinguna eins hratt og við getum. Stefnan er samt að salan fari að mestu leyti bara fram á netinu með mjög markvissri og vel skilgreindri markaðssetningu á markhópum,“ segir Gísli.Gísli er bjartsýnn á góðar viðtökur heyrnartólanna. Enda hefur STRAX þróað ýmiss önnur vörumerki þar sem vel hefur tekist til. Nefnir hann sem dæmi vörumerkin XQISIT, CLCKR og AVO+. Þá hefur STRAX einnig keypt vörumerki og þróað þau áfram. Til dæmis vörumerkin Urbanista og GEAR4. Þá felst mikið forskot í samstarfinu við Katrínu Tönju og Annie. Með því að hafa þær inn í þessu þá náum við að byggja upp trúverðugleika og traust með viðskiptavinum miklu fyrr í ferlinu og hjálpar okkur að byggja vonandi upp samfélag í kringum vörumerkið.“ Gísli segir heimsfaraldurinn hafa kennt sér mikið um þolinmæði.Vísir/Vilhelm Covid haft áhrif Gísli segist hafa lært mikið af því ferli sem felst í vöruþróun. Ekki síst á tímum Covid. „Það er allt hægt án þess að ferðast en það hefði mögulega flýtt fyrir að geta ferðast og hitt samstarfsaðila, að minnsta kosti í upphafi til að byggja upp sambönd,“ segir Gísli. Hann segir samstarfsaðila verkefnisins víða í heiminum. Til dæmis í Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu og í Kína. „Þannig það hefði hjálpað mikið í upphafi að hittast í eigin persónu. Hef einmitt verið að taka myndir í gegnum ferlið og meirihlutinn af myndunum eru skjáskot frá Zoom fundum,“ segir Gísli um ástandið á tímum heimsfaraldurs. En þolinmæðin þrautina vinnur alla. „Annars er helsti lærdómurinn örugglega sá að það er nauðsynlegt að vera þolinmóður og heppinn. Svona ferli tekur alltaf lengri tíma en maður heldur og sumt í ferlinu hefði ekki verið hægt ef við hefðum ekki þekkt einhvern sem þekkti einhvern sem gat bent okkur í réttu átt. Ég er mjög stjórnsamur þannig þolinmæðis-lærdómurinn hefur verið mjög góður fyrir mig.“ Íslenskt hugvit og fyrirmyndir Sjálfur hefur Gísli starfað hjá STRAX frá árinu 2015. „Ég byrjaði hjá STRAX sumarið 2015, var þá að koma úr skiptinámi í Ástralíu þar sem ég var að læra iðnaðarverkfræði. Kærastan var að flytja aftur til Íslands en ég vildi ekki fara heim strax. Ég var heppinn að það var akkúrat laus spennandi staða hjá STRAX sem hentaði mér,“ segir Gísli. Starfið var í vöruþróun og þannig leiddi eitt af öðru þar til hann fór að vinna að þróun hugmyndar þeirra Katrínar Tönju. Á síðustu fimm árunum hefur Gísli, sem er sonur Guðmundar forstjóra, starfað hjá STRAX í nokkrum löndum. „Ég hef unnið hjá STRAX í Köln, Shenzhen, Hong Kong og núna London. Mögulega hægt að telja Miami með, ef „Take your child to work day” er talið þegar ég var svona tíu ára gamall,“ segir Gísli. Gísli segir að í gegnum árin hafi fjöldi Íslendinga sem starfað hafi hjá STRAX verið mikill. Um tíma hafi Íslendingar verið um tíu talsins en í aðdraganda kórónufaraldursins voru þeir þrír, hann, faðir hans og Ingvi stofnandi. En fyrst vörumerkið heitir Dóttir er ekki úr vegi að spyrja aðeins um það, hversu mikil tenging er við Ísland almennt í vöruþróun eða starfsemi STRAX. „Tengingin við Ísland almennt ekki mikil fyrir utan nafnið á félaginu, STRAX. Að minnsta kosti hefur það ekki verið síðustu misserin eða þar til við fórum af stað með Dóttir-verkefnið,“ segir Gísli en bætir við: Við munum reyna tengja Dóttir við Ísland að einhverju leiti en við viljum ekki endilega að landið sjálft heldur að fókusinn sé á Katrínu og Annie og allar þær sterku kvenfyrirmyndir sem Ísland hefur upp á að bjóða.“
Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00
Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00
Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01
Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00