Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 17:26 Dómur Landsréttar var birtur í dag þar sem fram kemur að dómur mannsins hafi verið mildaður úr tveggja ára fangelsi í átján mánaða fangelsi. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira