Í erindi sem borgarstjóri lagði fram á fundi borgarráðs kemur fram að borginni hafi þegar borist erindi frá fjárfestum sem eru tilbúnir að leggja fram eigið fé og lánsfé til að umbreyta húsnæðinu í miðstöð jaðaríþrótta. Þar með talið með aðstöðu fyrir klifur, hjólreiðar, keilu, bretti og fleira.
Fram kemur í viljayfirlýsingunni að Reykjavíkurborg geri ráð fyrir að setja 200 milljón krónur í viðhald og endurbætur á húsnæðinu á næstu tveimur árum. Þá er gert ráð fyrir að væntanlegur samstarfsaðili komi til viðbótar að fjármögnun á endurbótum sem eru nauðsynlegar til þess að búa það undir nýja starfsemi.