Leitin að Bússa heldur áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 20:03 Bússa hefur verið saknað frá því á föstudag. Hann sá síðast í Öskjuhlíðinni nálægt Háskólanum í Reykjavík. Facebook/Aðsend Bússi, sex ára gamall, svartur labrador rakki hefur verið týndur frá síðasta föstudag. Gréta Sóley Sigurðardóttir stýrir leitinni að Bússa en eigandi hans, Eva Hrönn, er föst erlendis vegna kórónuveirufaraldursins. „Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira