Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2020 22:35 Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Egill Aðalsteinsson Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. Miðað við aflann úr fiskeldinu í Dýrafirði ætti Þingeyri að upplifa stærra blómaskeið en var þegar togararnir voru tveir. „Það er verið að tala um tíu þúsund tonn hérna í firðinum,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, í fréttum Stöðvar 2. Frá Þingeyri við Dýrafjörð.Egill Aðalsteinsson „Sléttanes og Framnes, sem voru hér áður, voru með heildarárskvóta átta þúsund tonn. Þeir eru með tíu þúsund tonn hérna, laxeldið hérna í firðinum. Það er ekkert smotterí.“ -Það er að skaffa meiri afla heldur en togararnir tveir gerðu til samans? „Nákvæmlega,“ segir Sigmundur. Fjórir þjónustubátar eru gerðir út frá Þingeyri til að sinna fiskeldi Arctic Fish, sem skapar tíu manns atvinnu á staðnum. Formaður íbúasamtakanna vill að nærsamfélagið fái meira. Hann vill sjá gjöld á fiskeldisfyrirtækin fyrir að nota firðina. „Að þeir greiði gjöld til samfélagsins.“ -Og þá til sveitarfélaganna? „Þá er ég að tala um til sveitarfélaganna." Fiskeldisbáturinn Hafnarnes við bryggju á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Og eins og þetta er í dag þá fer allur afli héðan til Bíldudals í vinnslu. Það er annað sveitarfélag. Þeir fá að landa og þeir fá fiskinn. Ekki Ísafjarðarbær. Ísafjarðarbær skaffar aðstöðuna fyrir þá hérna. Það er náttúrlega mikil vinnsla í kringum þetta allt saman hér. En við viljum sjá miklu, miklu meira. Ég hefði helst viljað vinna þetta allt hérna heima,“ segir formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi hefur verið lýst sem stærsta tækifæri Vestfjarða til að snúa við byggðaþróun. Fiskeldi Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Skattar og tollar Byggðamál Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Miðað við aflann úr fiskeldinu í Dýrafirði ætti Þingeyri að upplifa stærra blómaskeið en var þegar togararnir voru tveir. „Það er verið að tala um tíu þúsund tonn hérna í firðinum,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, í fréttum Stöðvar 2. Frá Þingeyri við Dýrafjörð.Egill Aðalsteinsson „Sléttanes og Framnes, sem voru hér áður, voru með heildarárskvóta átta þúsund tonn. Þeir eru með tíu þúsund tonn hérna, laxeldið hérna í firðinum. Það er ekkert smotterí.“ -Það er að skaffa meiri afla heldur en togararnir tveir gerðu til samans? „Nákvæmlega,“ segir Sigmundur. Fjórir þjónustubátar eru gerðir út frá Þingeyri til að sinna fiskeldi Arctic Fish, sem skapar tíu manns atvinnu á staðnum. Formaður íbúasamtakanna vill að nærsamfélagið fái meira. Hann vill sjá gjöld á fiskeldisfyrirtækin fyrir að nota firðina. „Að þeir greiði gjöld til samfélagsins.“ -Og þá til sveitarfélaganna? „Þá er ég að tala um til sveitarfélaganna." Fiskeldisbáturinn Hafnarnes við bryggju á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Og eins og þetta er í dag þá fer allur afli héðan til Bíldudals í vinnslu. Það er annað sveitarfélag. Þeir fá að landa og þeir fá fiskinn. Ekki Ísafjarðarbær. Ísafjarðarbær skaffar aðstöðuna fyrir þá hérna. Það er náttúrlega mikil vinnsla í kringum þetta allt saman hér. En við viljum sjá miklu, miklu meira. Ég hefði helst viljað vinna þetta allt hérna heima,“ segir formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi hefur verið lýst sem stærsta tækifæri Vestfjarða til að snúa við byggðaþróun.
Fiskeldi Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Skattar og tollar Byggðamál Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11