Sara Björk knattspyrnukona ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 11:16 Sara Björk er knattspyrnukona Íslands, sjötta árið í röð. Vísir/Vilhelm KSÍ tilkynnti í gær að Sara Björk Gunnarsdóttir væri knattspyrnukona ársins 2020. Sjötta árið í röð. Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir komu þar á eftir í valinu að þessu sinni. Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er Knattspyrnukona ársins í sjöunda skipti og sjötta árið í röð. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og hefur nú leikið alls 136 leiki fyrir A-landslið Íslands. Hún spilaði stóra rullu í því að Ísland tryggði sæti sitt á Evrópumótinu 2022 en það er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland fer á. Þá gekk hún til liðs við Frakklands- og Evrópumeistara Lyon þar sem hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Það er alltaf mikill heiður að vera kosin knattspyrnukona ársins. Þetta hefur auðvitað verið svolítið sérstakt ár að mörgu leyti. Ég færði mig um set frá Wolfsburg yfir til Lyon eftir góð ár í Þýskalandi, hef verið ánægð með byrjunina hjá nýjum klúbbi og hlakka til framhaldsins, ekki síst með landsliðinu, þar sem við náðum okkar markmiði að tryggja sæti á EM. Það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við KSÍ um valið. 2. sæti - Sveindís Jane Jónsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir er í 2. sæti yfir knattspyrnukonur ársins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið eftir að hafa spilað lykilhlutverk í mögnuðu liði Breiðabliks. Hún kom í Kópavoginn á láni frá Keflavík og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Skoraði hún 14 mörk í aðeins 15 leikjum og var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur. Í heildina lék hún fimm A-landsleiki árið 2020 og skoraði í þeim tvö mörk. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsleik. Geri aðrir betur.VÍSIR/VILHELM 3. sæti - Glódís Perla Viggósdóttir Í þriðja sæti er svo Glódís Perla Viggósdóttir. Hún var einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Rosengård lenti í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar á uppskeru hátíð sænsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla lék alls átta landsleiki á árinu og er komin með 89 leiki á ferlinum, magnað afrek hjá leikmanni sem er aðeins 25 ára gamall. Glódís Perla Viggósdóttir hefur alls leikið 89 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Ekki allir hafa verið leiknir í veðri sem þessu.VÍSIR/VILHELM Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er Knattspyrnukona ársins í sjöunda skipti og sjötta árið í röð. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og hefur nú leikið alls 136 leiki fyrir A-landslið Íslands. Hún spilaði stóra rullu í því að Ísland tryggði sæti sitt á Evrópumótinu 2022 en það er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland fer á. Þá gekk hún til liðs við Frakklands- og Evrópumeistara Lyon þar sem hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Það er alltaf mikill heiður að vera kosin knattspyrnukona ársins. Þetta hefur auðvitað verið svolítið sérstakt ár að mörgu leyti. Ég færði mig um set frá Wolfsburg yfir til Lyon eftir góð ár í Þýskalandi, hef verið ánægð með byrjunina hjá nýjum klúbbi og hlakka til framhaldsins, ekki síst með landsliðinu, þar sem við náðum okkar markmiði að tryggja sæti á EM. Það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við KSÍ um valið. 2. sæti - Sveindís Jane Jónsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir er í 2. sæti yfir knattspyrnukonur ársins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið eftir að hafa spilað lykilhlutverk í mögnuðu liði Breiðabliks. Hún kom í Kópavoginn á láni frá Keflavík og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Skoraði hún 14 mörk í aðeins 15 leikjum og var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur. Í heildina lék hún fimm A-landsleiki árið 2020 og skoraði í þeim tvö mörk. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsleik. Geri aðrir betur.VÍSIR/VILHELM 3. sæti - Glódís Perla Viggósdóttir Í þriðja sæti er svo Glódís Perla Viggósdóttir. Hún var einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Rosengård lenti í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar á uppskeru hátíð sænsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla lék alls átta landsleiki á árinu og er komin með 89 leiki á ferlinum, magnað afrek hjá leikmanni sem er aðeins 25 ára gamall. Glódís Perla Viggósdóttir hefur alls leikið 89 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Ekki allir hafa verið leiknir í veðri sem þessu.VÍSIR/VILHELM
Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01
Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti