Ætlar ekki að efna til óeirða í síðasta jólaerindi sínu Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 18:08 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Stöð 2/Friðrik Staða orkumálastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar en doktor Guðni A. Jóhannesson, núverandi orkumálastjóri, mun ekki sækja um. „Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“ Orkumál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“
Orkumál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent